Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Villinorn 1 - Eldraun

2,990 ISK

Höfundur Lene Kaaberbøl

Klöru finnst hún vera venjuleg 12 ára stelpa. Kannski dálítið feimin og með helst til miklar freknur. En þegar óvenjulega stór, svartur köttur ræðst á hana í kjallaratröppunum heima, uppgötvar Klara að hún hefur sérstakar gáfur og eftir það hættir allt að vera venjulegt.

Klara lærir að virkja kraftana hjá Isu frænku sinni og ekki líður á löngu þar til hún verður að berjast fyrir lífi sínu í viðureign við hina illu Kímeru.

Eldraun er fyrsta bókin í danska bókaflokknum Villinorn um Klöru og baráttu hennar við öfl í villtri náttúrunni eftir verðlaunahöfundinn Lene Kaaberbøl. Villinornarbækurnar hafa komið út á 17 tungumálum.