Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabarsvar með Kamillu Einars
Verið velkomin á pöbbkviss í bókabúð Sölku á síðasta degi vetrar, miðvikudaginn 24. apríl kl. 18! Spyrill og höfundur spurninga er hin ævinlega hressa Kamilla Einarsdóttir. Spurningar munu bera þess merki að rithöfundur semur þær og spyr þeirra innan veggja bókabúðar - það verður sem sagt bókaþema!
Happy hour á bókabarnum á meðan keppni stendur, bjórspurningin er á sínum stað og verðlaun í boði fyrir sigurvegara.
Tveir og tveir saman í liði og öll hjartanlega velkomin!
22. apríl 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir