Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Framkoma eftir Eddu Hermanns er komin út!

Framkoma eftir Eddu Hermanns er komin út!

Bókin Framkoma eftir Eddu Hermannsdóttur er komin út hjá Sölku. Í Framkomu er farið yfir grundvallaratriði þess að koma sér á framfæri á fjölbreyttum vettvangi. Langflestir þurfa á einhverjum tímapunkti að koma fram og tala fyrir framan hóp fólks, hvort sem það er á vinnustað, félagsstörfum eða í fjölmiðlum. Framkoma getur haft mikil áhrif á það hvernig aðrir meðtaka það sem við segjum. Í bókinni eru ráð og æfingar til að bæta framkomu en einnig skemmtilegar reynslusögur um það sem betur hefði mátt fara.

Meðal atriða sem farið er yfir í bókinni eru greinaskrif, fréttaskrif, ræður og kynningar, framkoma í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi, viðtöl, samfélagsmiðlar, tengslanet, atvinnuviðtöl, fundir og fundarstjórn.

21. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Lífsgæðadagbókin er komin út!

Lífsgæðadagbókin er komin út!

Lífsgæðadagbókin eftir Ragnheiði Agnarsdóttur er komin út hjá Sölku. Hún er falleg dagbók með óhefðbundnu sniði. Bókinni er ætlað að auka lífsgæði eiganda síns og hvetja hann til góðra verka, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hver opna Lífsgæðadagbókarinnar er vinnurammi fyrir einn dag. Þannig tryggjum við yfirsýn og að það sem mestu máli skiptir sé aðgengilegt á einum stað. Opnurnar eru ekki dagsettar þannig að þú ákveður hversu oft þú skrifar. 

AÐFERÐIN SEM ÞÚ LÆRIR MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA BÓKINA ER OFUREINFÖLD EN MJÖG ÁRANGURSRÍK.

AÐ RÆKTA SAMBAND ÞITT VIÐ SJÁLFA(N) ÞIG. 

AÐ SETJA Í FORGANG ÞAÐ SEM ÞÉR FINNST NÆRANDI OG SKEMMTILEGT. 

AÐ TAKMARKA VERKEFNI SEM ERU NAUÐSYNLEG EN EKKI NÆRANDI. 

AÐ FORGANGSRAÐA Í ÞÁGU LÍFSGÆÐA OG HAMINGJU. 

17. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Höfuðstöðvar Sölku lokaðar til 4. maí

Höfuðstöðvar Sölku lokaðar til 4. maí

Kæru viðskiptavinir. Höfuðstöðvar okkar á Suðurlandsbraut 4 eru lokaðar til 4. maí til að lágmarka umgang vegna Covid-19. Það er hins vegar alltaf opið á www.salka.is og við sendum frítt ef pantað er fyrir 6000 kr. eða meira. Við framlengjum bókamarkaðsverðum á vefnum hjá okkur á þessu sama tímabili þannig að allir ættu að geta gert kjarakaup. Hægt er að velja um heimsendingu, sendingu á pósthúsið og í póstbox sem við mælum eindregið með ef þið búið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar sending í póstbox er valin er afhendingin að öllu leyti snertilaus. 

Hafið endilega samband við okkur með tölvupósti (salka@salka.is) eða í síma 776 2400 ef þið þurfið að ná í okkur. Við hlökkum til að eiga við ykkur viðskipti! Farið vel með ykkur.

 

Anna Lea og Dögg

 

2. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bakað úr súrdeigi rokselst

Bakað úr súrdeigi rokselst

Súr­deigs­bakst­ur nýt­ur gríðarlegra vin­sælda um þess­ar mund­ir ef marka má mynd­ir af girni­leg­um ný­bökuðum brauðum á sam­fé­lags­miðlum. Bók­in Bakað úr súr­deigi sem Salka gef­ur út hef­ur rokið út bæði í vef­versl­un þeirra og sömu sögu má segja úr öðrum bóka­búðum sem senda bæk­ur heim.

Súr­deigs­bakst­ur krefst smá þol­in­mæði og tíma og gæti það verið ástæða þess að marg­ir hafa loks­ins haft tíma til að stunda þenn­an skemmti­lega bakst­ur.

2. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Zero Waste-drottningin Bea Johnson væntanleg til landsins

Zero Waste-drottningin Bea Johnson væntanleg til landsins

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Engin sóun - leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili heldur höfundur bókarinnar og Zero Waste-drottningin Bea Johnson fyrirlestur í Veröld, húsi Vigdísar sunnudaginn 5. janúar kl. 20. Miða á viðburðinn og bókina má kaupa hér.


Sífellt fleiri aðhyllast sorplausan lífsstíl og hreyfingin í kringum hugmyndafræðina stækkar á hverjum degi. Enda eru náttúruauðlindir að verða þurrausnar og ljóst er að við þurfum að breyta mynstri okkar. Langflest vilja lifa vistvænni lífsstíl en eiga erfitt með að finna auðveldar leiðir til þess umfram það að flokka sorp til endurvinnslu. Bók Beu og fyrirlestri hennar er ætlað að veita innblástur og uppbyggjandi ráð á jákvæðan hátt enda er Bea þeirrar skoðunar að framlag hvers einstaklings skipti máli og að breytingarnar eru í okkar eigin höndum. 

2. janúar 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útivera - bók fyrir allar fjölskyldur

Útivera - bók fyrir allar fjölskyldur

Við fögnum útgáfu Útiveru eftir Sabínu Steinunni Halldórsdóttur í Grasagarðinum sunnudaginn 3. nóvember kl. 14. Kakó, kleinur, leikir og allir velkomnir!

Útivera hefur að geyma 52 spennandi hugmyndir til að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar úti í náttúrunni á öllum árstímum. Ævintýrin gerast nefnilega hvenær og hvar sem er. Hamingjan er fólgin í því að vera í núinu og njóta staðar og stundar.

31. október 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Ólyfjan er komin út

Ólyfjan er komin út

Ólyfjan eftir Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur er komin út og við fögnum útgáfunni á 108 í Skeifunni föstudaginn 1. nóvember kl. 17. Léttar veitingar og allir velkomnir. Ólyfjan segir frá Snæja sem álítur lífið eitt stórt djók, eða að minnsta kosti sannfærir hann sjálfan sig um það. Með því hugarfari nálgast hann sambönd, fjármál og vinnu. Á tímum er hann sannfærður að hann hljóti að hálfgerður snillingur fyrir að finna upp á þvílíkri lífsspeki en á öðrum stundum læðist nagandi sjálfsefinn að honum. Er það kannski hann sem er brandari bæjarins? 
31. október 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfuhóf - Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur

Útgáfuhóf - Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur

Verið velkomin að fagna útgáfu Fjötra eftir Sólveigu Pálsdóttur miðvikudaginn 23. október kl. 17 í Sjávarklasanum á Grandagarði 16, 2. hæð. Boðið verður upp á veitingar og bókin verður í forsölu á sérstöku kynningarverði. Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur!
22. október 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Leiðsögn, ljóð og tónlist í Hólavallagarði

Leiðsögn, ljóð og tónlist í Hólavallagarði

Salka stendur fyrir göngu í Hólavallagarði næstkomandi laugardag, 19. október, kl. 14. Heimir Björn Janusarson, forstöðumaður Hólavallagarðs, leiðir gönguna. Guðrún Rannveig Stefánsdóttir, höfundur Vökukonunnar í Hólavallagarði, les úr bók sinni og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason leikur ljúfa tóna.
16. október 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Krakkajóga - ný bók með einföldum jógastöðum fyrir hressa krakka

Krakkajóga - ný bók með einföldum jógastöðum fyrir hressa krakka

Krakkajóga kennir börnum á öllum aldri tuttugu mismunandi jógastöður skref fyrir skref og gerir þann forna lærdóm sem finna má í jógafræðunum skemmtilegan og auðveldan.
14. október 2019 eftir Dögg Hjaltalín