Fréttir
Heimsins besti dagur í helvíti kemur út á föstudaginn!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Heimsins besti dagur í helvíti eftir Lilju Ósk Snorradóttur í bókabúð Sölku föstudaginn 3. október kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Salka fagnar 25 ára afmæli!
Það dregur til tíðinda á Hverfisgötu en bókaútgáfan Salka fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir! Við erum þakklátar öllum okkar góðu lesendum, frábæru höfundum og öðru samstarfsfólki sem hefur átt þátt í að gera ferðalagið jafn einstaklega skemmtilegt og raun ber vitni.
Áfram lestur og góðar bækur! Við hlökkum til að taka á móti ykkur í bókabúð Sölku.
Fögnum Brandarabílnum!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu fyrstu bókar Sváfnis Sigurðarsonar, Brandarabíllinn, í bókabúð Sölku! Fögnuðurinn fer fram laugardaginn 27. september kl. 14 og öll eru velkomin. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Bókabarsvar!
Hannyrðir, happy og húslestur
Útgáfufögnuður fyrir Eftirför!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur með okkur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 3. júlí kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin að sjálfsögðu á útgáfutilboði og höfundur áritar!
Fögnum útgáfu Margrétar Láru - Ástríða fyrir leiknum
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum eftir Bjarna Helgason og Margréti Láru Viðarsdóttur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 19. júní kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin á útgáfutilboði og höfundar árita. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Gangandi útgáfufögnuður
Lokað í bókabúð Sölku á Uppstigningardag
Það verður lokað hjá okkur á Uppstigningardag en að sjálfsögðu er alltaf opið í vefverslun og við sendum allar pantanir yfir 10.000 kr. frítt í póstbox um allt land.
Fögnum útgáfu Byls!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Bylur eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur með okkur í bókabúð Sölku miðvikudaginn 28. maí kl. 17! Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin verður á útgáfutilboði og höfundur kynnir bókina og áritar. Við hlökkum til að sjá ykkur!