Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fréttir
Dauðaþögn - útgáfufögnuður
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Dauðaþögn eftir Önnu Rún Frímannsdóttur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 27. júní kl. 17. Bókin verður á útgáfutilboði og léttar veitingar í boði. Öll hjartanlega velkomin!
Bókmenntahátíðin Queer Situations
Dagana 22.-24. ágúst 2024 fer fram ný og spennandi bókmenntahátíð í Reykjavík og Kópavogi sem ber heitir Queer Situations. Margir spennandi höfundar hafa boðað komu sína á hátíðina og má til dæmis nefna Maggie Nelson, Harry Dogde og Ia Genberg. Hægt er að panta bækur höfundanna í forsölu hér en bókabúð Sölku annast bóksölu á staðnum!
Bókakvöld - Ljósbrot og Mennska
Í tilefni af sumarbókaviku og útgáfu tveggja spennandi bóka blásum við til bókakvölds í bókabúð Sölku miðvikudaginn 5. júní kl. 20. Ingileif Friðriksdóttir og Bjarni Snæbjörnsson koma til okkar og segja frá nýútgefnum bókum sínum, Ljósbrot og Mennska. Húsið opnar kl. 19.30, bókabarinn verður opinn, bækurnar að sjálfsögðu á góðum kjörum og öll hjartanlega velkomin!
Fögnum útgáfu tveggja bóka!
Verið hjartanlega velkomin í tvöfalt útgáfuboð og afmælisveislu Ingileifar Friðriksdóttur og Maríu Rutar Kristinsdóttur í bókabúð Sölku, Hverfisgötu, laugardaginn 18. maí kl. 16. Boðið verður upp á léttar veitingar, tónlist, blöðrudýr og gleðin mun svífa yfir vötnum! Auður Ýr sýnir fallegar myndir úr Úlf og Ylfu í gallerí Dýflissu á neðri hæð Sölku
Forsala á bókum Ed Winters!
FORSALA FORSALA!
í tilefni af komu Ed Winters (Earthling Ed) til Íslands haustið 2024 býður bókabúð Sölku upp á forsölu á tveimur bókum hans; How to Argue with a Meat Eater (and Win Every Time) og This is Vegan Propaganda (and Other Lies the Meat Industry Tells You). Forsölunni lýkur 30. júní og áætlað er að bækurnar verði afhentar um miðjan ágúst.
Ath. upphaflega stóð til að Ed Winters kæmi til landsins í lok maí en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfti hann að fresta heimsókninni. Þeir sem þegar hafa pantað eintök fá þau afhent snemmsumars.
Bókabarsvar með Kamillu Einars
Verið velkomin á pöbbkviss í bókabúð Sölku á síðasta degi vetrar, miðvikudaginn 24. apríl kl. 18! Spyrill og höfundur spurninga er hin ævinlega hressa Kamilla Einarsdóttir. Spurningar munu bera þess merki að rithöfundur semur þær og spyr þeirra innan veggja bókabúðar - það verður sem sagt bókaþema!
Happy hour á bókabarnum á meðan keppni stendur, bjórspurningin er á sínum stað og verðlaun í boði fyrir sigurvegara.
Tveir og tveir saman í liði og öll hjartanlega velkomin!
Tveir og tveir saman í liði og öll hjartanlega velkomin!
Opnunartími um páskana
Opið verður í bókabúð Sölku um páskana eins og hér segir:
Skírdagur 12-16
Föstudagurinn langi LOKAÐ
Laugardagur 30. mars 12-16
Páskadagur LOKAÐ
Annar í páskum 12-16
Bókakvöld - Einmana eftir Aðalbjörgu Stefaníu
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld í bókabúð Sölku miðvikudaginn 3. apríl kl. 20! Hjúkrunarfræðingurinn Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir frá nýútkominni bók sinni, Einmana - tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar, í samtali við þúsundþjalasmiðinn góðkunna, Frey Eyjólfsson. Bókin verður á tilboðsverði og bókabarinn að sjálfsögðu opinn. Húsið opnar kl. 19.30. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Bókamarkaðurinn í fullum gangi
Bókamarkaðurinn í Laugardal er nú opinn og stendur til og með 17. mars. Þar má að sjálfsögðu finna bækur frá Sölku á frábæru verði og við bjóðum sömu verð í vefverslun okkar á meðan markaði stendur. Skoða úrvalið hér!
50% afsláttardagurinn er runninn upp!
50% AFSLÁTTUR AF BÓKUM Í DAG!
Við bjóðum 50% afslátt af frábærum bókum, bara í dag! Það eina sem þarf að gera er að slá inn afsláttarkóðann 50 þegar gengið er frá greiðslu. Við sendum frítt í póstbox um allt land þegar verslað er fyrir 8.000 kr. eða meira! Grípið gæsina og kynnið ykkur úrvalið HÉR