Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bók sem fagnar fjölbreytileikanum!

Bók sem fagnar fjölbreytileikanum!

Barnabókin Vertu þú! eftir Ingileifu Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur er komin út. Í bókinni eru sagðar litríkar sögur af fjölbreytileikanum. Sögurnar skapa frábæran umræðugrundvöll um rétt okkar til að vera eins og við viljum vera og þeim er ætlað að auka víðsýni og hvetja til fordómaleysis. Sögur bókarinnar byggja margar á raunverulegu fólki og fjölskyldum. 


„Eftir að hafa ítrekað rekið okkur á það að barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi ákváðum við að okkur langaði að bæta úr því,“ segir Ingileif.

21. október 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Lokað í höfuðstöðvum Sölku næstu daga

Lokað í höfuðstöðvum Sölku næstu daga

Kæru viðskiptavinir!

Við höfum ákveðið að hafa lokað í höfuðstöðvum okkar að Suðurlandsbraut 4 næstu daga til að takmarka umgang. Það er hins vegar alltaf opið hér í vefversluninni og við komum til með að bjóða upp á góða afslætti af frábærum bókum á meðan lokuninni stendur. Fylgist með á Facebook og Instagram! Við sendum um allt land, meira að segja frítt ef verslað er fyrir meira en 6.000 kr.

Við hvetjum ykkur eindregið til að láta senda í póstbox ef þið eigið kost á því. Förum varlega og verum heima að lesa!

Kveðja,

Anna Lea & Dögg

7. október 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Ný barnabók Svefnfiðrildin fjallar um mikilvægi svefns og hvíldar

Ný barnabók Svefnfiðrildin fjallar um mikilvægi svefns og hvíldar

Bókin Svefnfiðrildin er komin út hjá Sölku. Höfundur bókarinnar er Erla Björnsdóttir. Hún er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. Erlu fannst vanta efni fyrir börn um mikilvægi svefns og hvíldar og er Svefnfiðrildunum ætlað að svara þeirri þörf.
29. september 2020 eftir Dögg Hjaltalín
Hvíti björninn og litli maurinn er komin út!

Hvíti björninn og litli maurinn er komin út!

Hvíti björninn og litli maurinn er komin út hjá Sölku. Þetta fallega ævintýri segir frá pínulitlum maur sem finnur sér skjól og hlýju hjá hvítum birni. Hvíti björninn og litli maurinn miðlar mikilvægum gildum á borð við vináttu, að hjálpast að og veita aðstoð. Sagan ýtir einnig undir mál- og líkamsvitund barna í gegnum skemmtilega frásögn.

Þrátt fyrir að sagan sé upprunalega spænsk er íslenska fyrsta tungumálið sem bókin er gefin út á. Höfundur bókarinnar er José Federico Barcelona, alltaf kallaður Fede, en Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við menntavísindasvið HÍ, þýðir bókina. 

24. ágúst 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókin sem allir foreldrar ættu að lesa

Bókin sem allir foreldrar ættu að lesa

Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið (og börnin þín fagna að þú gerir) er komin út hjá Sölku. Bókin hefur trónað á toppi metsölulista Sunday Times og Amazon svo mánuðum skiptir, verið þýdd á þrjátíu tungumál og er tilnefnd sem bók ársins 2020 í Bretlandi. Hún er nú loks fáanleg á íslensku í vandaðri þýðingu Hafsteins Thorarensen. Tímasetning íslensku útgáfunnar gæti ekki verið betri því ef eitthvað jákvætt má finna í heimsfaraldrinum sem geysar er það að við verjum meiri tíma með börnum okkar og fjölskyldu. Íslenskir foreldrar munu því sennilega taka þessari fallegu bók fagnandi.
23. júní 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar valin besta veganbók í heimi

Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar valin besta veganbók í heimi

Matreiðslubók fjölmiðlakonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur, Grænkerakrásir, hlaut á dögunum hin alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaun í tveimur flokkum. Annars vegar í flokki veganbóka þar sem hún hreppti fyrsta sætið og hins vegar í flokki skandínavískra bóka þar sem hún hafnaði í þriðja sæti. Bækur frá fleiri en 200 löndum og landsvæðum keppast um verðlaunin árlega og samkeppnin er hörð. Gourmand-verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995. 
19. júní 2020 eftir Dögg Hjaltalín
Fjötrar valin besta íslenska glæpasagan

Fjötrar valin besta íslenska glæpasagan

Sólveig Pálsdóttir hlaut í dag Blóðdropann 2020 fyrir skáldsögu sína, Fjötra, en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu íslensku glæpasögu undanfarins árs. Útgefandi bókarinnar er Salka. Metfjöldi glæpasagna voru tilnefndar í ár, 20 talsins. Hið íslenska glæpafélag stendur að verðlaununum og verðlaunabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, árið 2021. Dómnefnd skipuðu Páll Kristinn Pálsson, formaður, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson.
10. júní 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Framkoma eftir Eddu Hermanns er komin út!

Framkoma eftir Eddu Hermanns er komin út!

Bókin Framkoma eftir Eddu Hermannsdóttur er komin út hjá Sölku. Í Framkomu er farið yfir grundvallaratriði þess að koma sér á framfæri á fjölbreyttum vettvangi. Langflestir þurfa á einhverjum tímapunkti að koma fram og tala fyrir framan hóp fólks, hvort sem það er á vinnustað, félagsstörfum eða í fjölmiðlum. Framkoma getur haft mikil áhrif á það hvernig aðrir meðtaka það sem við segjum. Í bókinni eru ráð og æfingar til að bæta framkomu en einnig skemmtilegar reynslusögur um það sem betur hefði mátt fara.

Meðal atriða sem farið er yfir í bókinni eru greinaskrif, fréttaskrif, ræður og kynningar, framkoma í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi, viðtöl, samfélagsmiðlar, tengslanet, atvinnuviðtöl, fundir og fundarstjórn.

21. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Lífsgæðadagbókin er komin út!

Lífsgæðadagbókin er komin út!

Lífsgæðadagbókin eftir Ragnheiði Agnarsdóttur er komin út hjá Sölku. Hún er falleg dagbók með óhefðbundnu sniði. Bókinni er ætlað að auka lífsgæði eiganda síns og hvetja hann til góðra verka, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hver opna Lífsgæðadagbókarinnar er vinnurammi fyrir einn dag. Þannig tryggjum við yfirsýn og að það sem mestu máli skiptir sé aðgengilegt á einum stað. Opnurnar eru ekki dagsettar þannig að þú ákveður hversu oft þú skrifar. 

AÐFERÐIN SEM ÞÚ LÆRIR MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA BÓKINA ER OFUREINFÖLD EN MJÖG ÁRANGURSRÍK.

AÐ RÆKTA SAMBAND ÞITT VIÐ SJÁLFA(N) ÞIG. 

AÐ SETJA Í FORGANG ÞAÐ SEM ÞÉR FINNST NÆRANDI OG SKEMMTILEGT. 

AÐ TAKMARKA VERKEFNI SEM ERU NAUÐSYNLEG EN EKKI NÆRANDI. 

AÐ FORGANGSRAÐA Í ÞÁGU LÍFSGÆÐA OG HAMINGJU. 

17. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Höfuðstöðvar Sölku lokaðar til 4. maí

Höfuðstöðvar Sölku lokaðar til 4. maí

Kæru viðskiptavinir. Höfuðstöðvar okkar á Suðurlandsbraut 4 eru lokaðar til 4. maí til að lágmarka umgang vegna Covid-19. Það er hins vegar alltaf opið á www.salka.is og við sendum frítt ef pantað er fyrir 6000 kr. eða meira. Við framlengjum bókamarkaðsverðum á vefnum hjá okkur á þessu sama tímabili þannig að allir ættu að geta gert kjarakaup. Hægt er að velja um heimsendingu, sendingu á pósthúsið og í póstbox sem við mælum eindregið með ef þið búið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar sending í póstbox er valin er afhendingin að öllu leyti snertilaus. 

Hafið endilega samband við okkur með tölvupósti (salka@salka.is) eða í síma 776 2400 ef þið þurfið að ná í okkur. Við hlökkum til að eiga við ykkur viðskipti! Farið vel með ykkur.

 

Anna Lea og Dögg

 

2. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir