Fréttir
Útgáfufögnuður fyrir Eftirför!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur með okkur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 3. júlí kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin að sjálfsögðu á útgáfutilboði og höfundur áritar!
Fögnum útgáfu Margrétar Láru - Ástríða fyrir leiknum
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Margrét Lára - Ástríða fyrir leiknum eftir Bjarna Helgason og Margréti Láru Viðarsdóttur í bókabúð Sölku fimmtudaginn 19. júní kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin á útgáfutilboði og höfundar árita. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Gangandi útgáfufögnuður
Lokað í bókabúð Sölku á Uppstigningardag
Það verður lokað hjá okkur á Uppstigningardag en að sjálfsögðu er alltaf opið í vefverslun og við sendum allar pantanir yfir 10.000 kr. frítt í póstbox um allt land.
Fögnum útgáfu Byls!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Bylur eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur með okkur í bókabúð Sölku miðvikudaginn 28. maí kl. 17! Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin verður á útgáfutilboði og höfundur kynnir bókina og áritar. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Fjallvegahlaup yfir Hellisheiði
Fjallvegahlaupasumarið 2025 hefst með látum laugardaginn 24. maí nk. kl. 10:00 með hlaupi yfir Hellisheiði, eftir gamla veginum frá Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis. Þar gefst meðal annars tækifæri til að skoða gamla veginn niður Kambana, en umfram allt verður þetta góður dagur í góðum félagsskap og (næstum örugglega) í góðu veðri.
Hlaupið yfir Hellisheiðina verður 82. fjallvegahlaupið frá því að fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar hófst sumarið 2007. Stefnt er að því að fjallvegirnir verði orðnir 100 talsins fyrir árslok 2026, enda er ný fjallvegahlaupabók frá bókaútgáfunni Sölku væntanleg í allar helstu bókabúðir í mars 2027 (á sjötugsafmæli Stefáns). Þar verða frásagnir og myndir frá síðustu 50 hlaupum (hlaupum nr. 51-100).
Lóa Hlín, Elías Rúni og Mars Proppé fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar!
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 voru veitt í Höfða síðasta vetrardag. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur afhenti verðlaunin sem veitt eru í þremur flokkum.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hlaut verðlaunin í flokki frumsaminna verka fyrir Mamma sandkaka sem Salka gefur út, Rán Flygenring í flokki myndlýsinga fyrir Tjörnina sem Angústúra gefur út og Elías Rúni og Mars Proppé í flokki þýðinga fyrir Kynsegin sem Salka gefur út.
Innilega til hamingju hæfileikaríka fólk!
Opnunartímar um páska
Við verðum með lokað í bókabúð Sölku á hátíðisdögunum á páskunum en opið verður á laugardeginum frá 12-16. Við vonum að þið njótið með góða bók í hönd eins og við ætlum að gera!
Fögnum Árstíðarverunum!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Árstíðarverur eftir Diljá Hvannberg Gagu og Linn Janssen með okkur í bókabúð Sölku laugardaginn 5. apríl kl 14! Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin verður á útgáfutilboði, höfundar árita og föndur fyrir hressa krakka á staðnum.
Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur er komin út!
Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur er komin út hjá Sölku og er á leið í bókabúðir um land allt. Við fögnum útgáfunni föstudaginn 21. mars kl. 17 í bókabúð Sölku. Höfundur áritar eintök og bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði af því tilefni.