Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Opnunartími um hátíðirnar

Opnunartími um hátíðirnar

Við styttum opnunartímann hjá okkur yfir hátíðirnar en tökum upp hefðbundinn opnunartíma þann 4. janúar. Verið hjartanlega velkomin, við tökum vel á móti ykkur!
27. desember 2021 eftir Dögg Hjaltalín
Opnunartímar fyrir jól

Opnunartímar fyrir jól

Við lengjum opnunartímann hjá okkur í aðdraganda jólanna. Hjá okkur er gott úrval fallegra bóka og við pökkum inn sé þess óskað. Verið hjartanlega velkomin, við tökum vel á móti ykkur!


13. desember 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Dagbók urriða er jólagjöf veiðimannsins

Dagbók urriða er jólagjöf veiðimannsins

Út er komin Dagbók urriða eftir Ólaf Tómas Guðbjartsson. Bókin er að okkar mati jólagjöf veiðimannsins í ár! Ólafur lýsir sjálfum sér á eftirfarandi hátt: 

 „Ég er veiðisjúklingur. Ég hef lengi verið veiðisjúklingur. Að einhverju leyti væri hægt að tala um mig sem veiðifíkil. Veiðimennskan átti mig strax frá unga aldri. Ég varð heillaður af því að takast á við náttúruna á einn eða annan hátt. Það er ekki til magnaðri stund en að setja í kraftmikinn fisk og vera algjörlega einn á móti náttúrunni. Að togast á við hana án þess að segja orð. Veiðin hefur alla tíð gefið mér gleði enda er hún alltaf jákvæð.

30. nóvember 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Jómfrúin hefur verið dönsk og dejlig í 25 ár

Jómfrúin hefur verið dönsk og dejlig í 25 ár

Bókin um veitingastaðinn sívinsæla, Jómfrúna, er komin úr í tilefni af kvartaldar afmæli hennar. Jómfrúin hefur á þeim 25 árum sem hún hefur starfað fangað hjörtu þeirra sem miðbæ Reykjavíkur sækja. Hún er fasti í tilverunni og viðskiptavinir hennar eru þeir tryggustu. Margir hafa sótt Jómfrúna frá opnun hennar og þangað kemur fólk til að fagna stóráföngum í lífinu, kemst í jólaskapið, hlustar á sumarjazz og hittir góða vini.
30. nóvember 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Fleiri en 80 uppskriftir að góðgæti í Bakað með Evu

Fleiri en 80 uppskriftir að góðgæti í Bakað með Evu

Bakað með Evu er komin út! Þessi girnilega matreiðslubók hefur að geyma rúmlega 80 uppskriftir að bökuðu góðgæti af öllum stærðum og gerðum sem henta við öll tilefni. Háar og tignarlegar veislutertur, ilmandi pönnukökur og vöfflur, gómsætir brauðréttir og sætabrauð, dásamlegar marengstertur, girnilegar osta- og skyrkökur, frábærar formkökur og smákökur og litríkar bollakökur eru meðal þess sem prýðir síður bókarinnar. 
30. nóvember 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Lara

Þegar ég verð stór eftir Láru Garðarsdóttur komin út

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? 

Möguleikarnir eru óteljandi eins og Snær og kisan hans vita. Þau leggja af stað saman í ævintýralegt ferðalag og fljúga um himinhvolfin, binda bófa, heimsækja hallir og hitta meira að segja sjóræningja. Ímyndunaraflið færir þau heimsendanna á milli í leit að svarinu við spurningunni sem börn fá svo oft en er erfitt að svara. 

18. nóvember 2021 eftir Dögg Hjaltalín
Skemmtilegar og ótrúlegar sögur úr heimi fjármála í nýrri bók

Skemmtilegar og ótrúlegar sögur úr heimi fjármála í nýrri bók

Bókin Peningar eftir Björn Berg Gunnarsson er komin út! Hún varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku og fjallað um bæði það sem vel hefur tekist og það sem farið hefur á versta veg. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði fjármála.
4. nóvember 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Skaði eftir Sólveigu Pálsdóttur er komin út!

Skaði eftir Sólveigu Pálsdóttur er komin út!

Útgáfu Skaða eftir Sólveig Pálsdóttur var fagnað að viðstöddu fjölmenni í bókabúð Sölku. Einnig var skálað fyrir æviminningum Sólveigar, Klettaborginni, sem kom út í fyrra. 

Skaði er hörkuspennandi saga sem talar beint inn í samtímann. Meðal þess sem bókin gerir að umfjöllunarefni sínu eru þeir djöflar sem margir draga og hversu langt fólk er tilbúið að ganga, stundum með hugbreytandi efnum á borð við ayahuasca, til að hljóta andlega frelsun

4. nóvember 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Ævisaga Ástu Sigurðardóttur fáanleg á nýjan leik

Ævisaga Ástu Sigurðardóttur fáanleg á nýjan leik

Minn hlátur er sorg, ævisaga Ástu Sigurðardóttur eftir Friðriku Benónýsdóttur er komin út endurútgefin.

Ásta Sigurðardóttir var skapheit og ástríðufull listakona sem bjó yfir miklum hæfileikum, en ljós og skuggar tókust á um líf hennar og sál. Hún var dáð og fyrirlitin, elskuð og fordæmd. Hennar biðu um síðir bitur örlög. En saga hennar er líka saga um vonir, langanir og drauma. Í þessari einstæðu ævisögu er lífsþorsta, brestum og óblíðri ævi Ástu Sigurðardóttur lýst af næmri samkennd og innsæi. 

8. september 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Hlutabréf á heimsmarkaði komin út!

Hlutabréf á heimsmarkaði komin út!

Bókin Hlutabréf á heimsmarkaði - eignastýring í 300 ár eftir Sigurð B. Stefánsson og Svandísi R. Ríkarðsdóttur er komin út.

Hlutabréf eru besta leiðin til að byggja upp eignir. Í Hlutabréfum á heimsmarkaði - eignastýring í 300 ár er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn um alþjóðlegan fjármálamarkað. Með betri þekkingu verður fjárfesting markvissari og dýpri skilningur næst á þeirri áhættu sem viðskiptunum fylgir. Heimsmarkaðurinn er okkar heimamarkaður.

8. september 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir