Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fyrsta bókakvöldið á nýju ári

Fyrsta bókakvöldið á nýju ári

Það er komið að fyrsta bókakvöldi Sölku á nýju ári! Bók fornleifafræðingsins Þorvaldar Friðrikssonar, Keltar, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í vetur og seldist alls staðar upp. Nú er bókin væntanleg á nýjan leik og við blásum til bókakvölds þar sem Þorvaldur mun segja frá rannsóknum sínum og efni bókarinnar. Kynningin fer fram miðvikudagskvöldið 1. febrúar kl. 20 í bókabúð Sölku við Hverfisgötu og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Bókabarinn verður opinn og tækifæri mun gefast til umræðna.
19. janúar 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Tvö ný tarot-námskeið á nýju ári!

Tvö ný tarot-námskeið á nýju ári!

TAROT-KVÖLD SÖLKU  25. JANÚAR OG 8. FEBRÚAR

Tvö ný tarot-námskeið eru komin í sölu á salka.is!

Nornin Íris Ann Sigurðardóttir kennir grunnatriði tarot-lesturs, hvernig leggja skal spilin og lesa úr þeim. 

Innifalið í verðinu er handbók um tarot, falleg tarot-spil, léttvínsglas (eða óáfengur drykkur) og að sjálfsögðu kennslan. Pláss er fyrir 18 manns á hverju námskeiði.

Fyrra námskeiðið fer fram miðvikudagskvöldið 25. janúar kl. 20 og það seinna miðvikudagskvöldið 8. febrúar kl. 20 í bókabúð Sölku á Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík. Áætlað er að námskeiðin standi til kl. 22. 

Verið hjartanlega velkomin!

30. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókin um Jómfrúna tilnefnd til verðlauna

Bókin um Jómfrúna tilnefnd til verðlauna

Íslend­ing­ar hafa löng­um þekkt töfra Jóm­frú­ar­inn­ar í Lækj­ar­götu. Á 25 ára af­mæli Jóm­frú­ar­inn­ar gaf bóka­út­gáf­an Salka út mat­reiðslu­bók veit­inga­húss­ins en hún fang­ar and­rúms­loftið sem í Lækj­ar­göt­unni rík­ir og í henni má finna upp­skrift­ir að fjöl­mörg­um rétt­um sem prýtt hafa mat­seðil­inn í gegn­um tíðina, sögu veit­ingastaðar­ins og vitn­is­b­urð fastak­únna. Ný­verið bár­ust þær gleðifregn­ir að bók­in um Jóm­frúna er til­nefnd til alþjóðlegu mat­reiðslu­bóka­verðlaun­anna Gourmand.
19. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókabarsvar 20. desember í Sölku

Bókabarsvar 20. desember í Sölku

Verið hjartanlega velkomin á bókabarsvar Sölku þriðjudaginn 20. desember kl. 20. Viskubrunnurinn Freyr Eyjólfsson mun leiða barsvar þar sem bækur verða í aðalhlutverki. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Vera Illugadóttir, Lilja Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Skúli Sigurðsson, Valur Gunnarsson og Kristín Svava Tómasdóttir taka þátt og er keppnin opin öllum sem vilja láta ljós sitt og gáfur skína.
18. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia

Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia

Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 14. desember kl. 20. Þá koma tveir frábærir höfundar til okkar, Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia, en bækur þeirra beggja eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis, bækurnar á góðu tilboði og bókabarinn að sjálfsögðu opinn!
9. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld - Jón Kalman og Sigríður Hagalín

Bókakvöld - Jón Kalman og Sigríður Hagalín

Það má með sanni segja að það sé þungavigtarbókakvöld á miðvikudaginn, 7. desember. Þá koma Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir til okkar, segja frá og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Bókabarinn verður opinn og allir hjartanlega velkomnir.
7. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Við bjóðum ykkur velkomin í Sölku bókabúð á Hverfisgötu 89-93!

Við bjóðum ykkur velkomin í Sölku bókabúð á Hverfisgötu 89-93!

Salka bókabúð er sjálfstætt starfandi bókabúð á Hverfisgötu 89-93. Þar má nálgast mjög gott úrval innlendra og erlendra bóka við allra hæfi. Hlökkum til að sjá ykkur.
2. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Lóudagur í Sölku 3. desember

Lóudagur í Sölku 3. desember

Verið velkomin í bókabúð Sölku laugardaginn 3. desember kl.14-17 (sem og reyndar alla aðra daga líka) en þá verður Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sérstakur gestaafgreiðari! Bækur, prent, dagatöl og bollar verða meðal þess sem til sölu verður. Heitt kakó, heitt á könnunni og notaleg aðventustemning.
2. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Lóa Hlín tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Lóa Hlín tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Þær gleðifregnir bárust í dag að Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Héragerði. Í umsögn dómnefndar segir: 

Kostuleg saga þar sem hversdagurinn er gerður að ævintýri. Með gamansemi og næmni fyrir mannlegum tilfinningum er varpað ljósi á flókin fjölskyldubönd, vandræðalegar uppákomur og ríkulega sköpunarhæfni barna. Vandaðar myndlýsingar styðja vel við frásögnina og saman mynda þau listræna heild sem höfðar til lesenda á öllum aldri.

1. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Ástin á Laxá er komin út

Ástin á Laxá er komin út

Ástin á Laxá - Hermóður í Árnesi og átökin miklu eftir Hildi Hermóðsdóttur er komin út. Bókin segir söguna af því þegar Þingeyingar tóku til sinna ráða til verndar náttúrunni og sprengdu stíflu í Laxá með dýnamíti í eigu virkjunarinnar. Einnig er sögð saga Hermóðs í Árnesi og hans þætti í baráttunni miklu fyrir verndun Laxár og Mývatns. Bókin fangar ástina á náttúrunni og bregður upp myndum af fólkinu sem verndaði hana með samheldni og eldmóð að vopni en hún er eftir Hildi Hermóðsdóttur. 
1. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir