Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Druslugangan 2018

Druslugangan 2018

Druslugangan fer fram laugardaginn 28. júlí næstkomandi. Gengið er frá Hallgrímskirkju kl. 14. 

Salka er stoltur útgefandi bókarinnar Ég er drusla sem segir sögu göngunnar, geymir ræður hennar og inniheldur verk eftir ótal listamenn. Við styðjum Druslugönguna og seljum varning til styrktar henni í vefverslun okkar. Sjáumst á laugardaginn og göngum gegn ofbeldi. 

Kaupa varning til styrktar Druslugöngunni

24. júlí 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Snuðra og Tuðra snúa aftur í nýrri bók

Snuðra og Tuðra snúa aftur í nýrri bók

Út er komin ný bók um systurnar Snuðru og Tuðru sem eru fyrir löngu orðnar fastagestir á heimilum landsins. Í henni fara Snuðra og Tuðra í sveitina með mömmu sinni að heimsækja Álfhildi frænku. Þar hitta þær meðal annars kýrnar sem fara aldrei í bað og kynnin verða heldur nánari en þær áttu von á. Eins og áður læra systurnar uppátækjasömu eitthvað nýtt í þessu ævintýri en borgarbörnin þurfa að varast ýmislegt í sveitinni.

Bækurnar um Snuðru og Tuðru eftir einn ástsælasta barnabókahöfund landsins, Iðunni Steinsdóttur, hafa komið út í hartnær 30 ár og hafa því fylgt fleiri en einni kynslóð úr grasi. Myndirnar í Snuðru og Tuðru í sveitaferð eru eftir listakonuna góðkunnu, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, sem hefur látið systurnar óþekku lifna við á síðum bókaflokksins í 12 ár en í dag eru níu bækur fáanleg og áætlað er að sú tíunda komi út í haust. 

Hægt er að kaupa Snuðru og Tuðru í sveitaferð HÉR

4. júlí 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Nýtt hlaðvarp um Fjallvegahlaup

Nýtt hlaðvarp um Fjallvegahlaup

Í Sölkuvarpinu fjallar Helga Arnardóttir um fjallvegahlaup frá öllum hliðum. Hún fer yfir hvað ber að hafa í huga fyrir byrjendur og einnig fyrir lengra komna, hvað þurfi að gera áður en lagt er að af stað og hvaða leiðir henta best hverjum og einum.

Viðmælendur Helgu eru Stefán Gíslason, þaulreyndur hlaupari og höfundur bókarinnar Fjallvegahlaup og Dalla Ólafsdóttir, sem byrjaði fyrir nokkru að hlaupa úti í náttúrunni og kolféll fyrir þessari útivist.

Umsjón og handrit: Helga Arnardóttir

Nánar um Fjallvegahlaup eftir Stefán Gíslason

Kormákur krummafótur lítur dagsins ljós

Kormákur krummafótur lítur dagsins ljós

Kormákur er duglegur strákur. Hann klæðir sig meira að segja alveg sjálfur. Mamma og Kormákur eru hins vegar ekki alltaf sammála. Það getur valdið vandræðum. Óteljandi skór hrúgast upp og mamma fær hugmynd sem á eftir að breyta öllu.

Kormákur krummafótur er falleg saga um dreng sem vill fara sínar eigin leiðir. Bókin er fáanleg í flestum bókaverslunum. 

Nálgist Kormák Krummafót hér

Nýjar áskoranir í útihlaupum

Nýjar áskoranir í útihlaupum

Bók vikunnar að þessu sinni er Fjallvegahlaup eftir Stefán Gíslason

Fjallvegahlaup hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar 50 fjallvega víðs vegar um landið auk veglegs undirbúningskafla og fjölda góðra ráða. Leiðirnar er hægt að hlaupa eða ganga, allt eftir getu hvers og eins og eru af ýmsum toga. Það sem leiðirnar eiga sameiginlegt er að þær eru allar 9 kílómetrar eða lengri, ná að minnsta kosti 160 metra hæð yfir sjó og tengja saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði. Leiðirnar geta verið fornar göngu- eða reiðleiðir eða fáfarnir bílvegir (F-vegir). Hverri leið fylgir ítarleg leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, aragrúi ljósmynda og upplýsingar um staðarhætti og aðstæður. Þar að auki má finna mikinn sögulegan og landfræðilegan fróðleik um þær leiðir sem hlaupið eða gengið er hverju sinni.

Hér er hægt að lesa meira

5. apríl 2018 eftir Dögg Hjaltalín
Kraftbjór er bók vikunnar

Kraftbjór er bók vikunnar

Bók vikunnar að þessu sinni er Kraftbjór. Frábært verð og enginn sendingarkostnaður!

Hlekkur á bókina

Mannkynið hefur þekkt til upplífgandi eiginleika gerjaðs korns að minnsta kosti frá árinu 9000 fyrir Krists burð og í dag er það undirstaða vinsælasta áfenga drykkjarins. Um þessar mundir tala margir um „endurreisn“ og „byltingu“ bjórsins, sem kann að virðast undarlegt þar sem bjórinn hefur alltaf verið mikils metinn. Málið er þó að það sem hefur breyst er hvernig við hugsum um bjór, fjölbreytileika hans, bragð, styrk, möguleika, jafnvel hlutverk hans í samfélaginu. Rauði þráðurinn í þessari nýju nálgun er það sem dagsdaglega er kallað kraftbjór.

26. mars 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar bók vikunnar

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar bók vikunnar

Bók vikunnar er Ljóðasafn Tómasar Guðmundsson en bókin inniheldur gullfalleg ljóð Tómasar ásamt nýjum formála um skrif og ævi Tómasar eftir Sölva Björn Sigurðsson. 

Ljóðasafnið er á tilboði á 4.990 kr. þessa vikuna og er send frítt á pósthús. 

Skoðið Ljóðasafn Tómasar nánar

Metsölubókin Stóra bókin um sous vide loksins fáanleg aftur

Metsölubókin Stóra bókin um sous vide loksins fáanleg aftur

Stóra bókin um sous vide seldist eins og heitar lummur fyrir jólin og seldist upp vel fyrir jól. Þeir sem misstu af eintaki geta nú fagnað því bókin er fáanleg á ný eftir að hafa verið endurprentuð.

Sous vide tæki var jólagjöf síðustu jóla og Stóra bókin um sous vide er skyldueign fyrir þá sem elda með sous vide tækninni. Í bókinni eru fjölbreyttar uppskriftir við allra hæfi, allt frá safaríkum steikum til crème brûlée á heimsmælikvarða og fullkomna fiskinum að gómsætu grænmeti og ávöxtum. Stóra bókin um sous vide er fyrir þá sem brenna af áhuga fyrir góðum mat. Nú geta allir orðið meistarakokkar í eldhúsinu heima með lítilli fyrirhöfn.

5. mars 2018 eftir Dögg Hjaltalín
Ég er Malala komin úr endurprentun

Ég er Malala komin úr endurprentun

Ég er Malala seldist upp fyrir jól en er nú komin úr endurprentun. Bókin er fáanleg á vef okkar og einnig í bókaverslunum víða um land. 

Ein mikilvægasta bók 21. aldarinnar.

Þegar talíbanarnir náðu völdum í Swat-dalnum í Pakistan neitaði Malala Yousafzai að láta þagga niður í sér og barðist fyrir skólagöngu stúlkna. Í október 2012 var hún nærri búin að gjalda fyrir það með lífi sínu. Hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skólanum og fáir hugðu henni líf. En bati Malölu var upphafið á ótrúlegu ferðalagi frá afskekktum dal í norður Pakistan til salarkynna Sameinuðu þjóðanna í New York. Þegar hún var sextán ára gömul var hún orðin táknmynd friðsamlegra mótmæla um allan heim. Ári síðar varð Malala yngst allra til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels og hún hefur haldið áfram baráttunni fyrir jöfnum rétti til menntunar allar götur síðan.

Ég er Malala sannfærir lesendur um að rödd einnar manneskju geti breytt heiminum.

Hér er hægt að kaupa bókina.

 

28. febrúar 2018 eftir Dögg Hjaltalín

Gleðileg jól

Gleðileg bókajól.

Við verðum með lokað milli jóla og nýárs en svörum símtölum og póstum með glöðu geði.

Opnum aftur 3. janúar, sjáumst þá.

29. desember 2017 eftir Anna Lea Friðriksdóttir