Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabúð Sölku fagnar eins árs afmæli!

Bókabúð Sölku fagnar eins árs afmæli!

BÓKABÚÐ SÖLKU ER EINS ÁRS!
 
Ótrúlegt en satt þá er ár liðið frá því að við opnuðum fallegu bókabúðina okkar á Hverfisgötu og þvílíkt ár sem þetta hefur verið! Í tilefni afmælisins og þeirra frábæru viðtakna sem við höfum fengið ætlum við að bjóða upp á 25% afslátt af völdum bókum í vefverslun okkar, www.salka.is. Það eina sem þarf að gera er að slá inn afsláttarkóðann AFMÆLI þegar gengið er frá greiðslu. Tilboðið stendur til og með mánudagsins, 13. júní.
13. júní 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld Sölku - Peningar og Fjárfestingar

Bókakvöld Sölku - Peningar og Fjárfestingar

Það er komið að þriðja bókakvöldi Sölku! Það má með sanni segja að kvöldið verði fróðlegt en gestir okkar að þessu sinni eru Björn Berg Gunnarsson, höfundur bókarinnar Peningar, og Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir, höfundar bókarinnar Fjárfestingar. Fjórmenningarnir ræða efni bóka sinna í víðu samhengi fjármálaheimsins og umræður verða líflegar og skemmtilegar!
Bókakvöldið verður þriðjudaginn 31. maí kl. 20 í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89-93. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Fræðandi umræður, bækurnar á góðum kjörum og bókabarinn opinn.
25. maí 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Hlaupahringir á Íslandi komin út!

Hlaupahringir á Íslandi komin út!

Hlaupahringir á Íslandi eftir Ólaf Heiðar Helgason er komin út! 

Hlaupahringir á Íslandi er fróðleg, skemmtileg og gagnleg bók fyrir alla sem hafa ánægju af útivist. Hér eru vandaðar lýsingar á 36 hlaupaleiðum um allt land fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Fjallað er um bæði aðgengilegar leiðir nálægt þéttbýli og stórbrotnar utanvega- og náttúruleiðir sem opna hlaupurum og lesendum bókarinnar ný sjónarhorn á Ísland. Hlaupahringirnir eru fjölbreyttir og liggja um fjöll, öræfi, sveitir, skóga og strendur. Leiðarlýsingar eru sérsniðnar að þörfum hlaupara og þeim fylgja fjöldi ljósmynda, vönduð kort og GPS-ferlar sem gera bókina einkar notadrjúga. Í þessari bók geta allir fundið leiðir við sitt hæfi. 

9. maí 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Lokað í bókabúð Sölku á sumardaginn fyrsta

Lokað í bókabúð Sölku á sumardaginn fyrsta

Í dag, sumardaginn fyrsta 21. apríl, er lokað í bókabúð Sölku. Við óskum ykkur gleðilegs sumars og vonum að þið njótið dagsins til hins ítrasta!

 

21. apríl 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Lokað í bókabúð Sölku yfir páskana

Lokað í bókabúð Sölku yfir páskana

Lokað verður í bókabúð Sölku yfir páskana eða frá 14. til 18. apríl. Sjáumst þann 19. apríl. 

Gleðilega páska. 

13. apríl 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Gönguleiðir á Reykjanesi komin út

Gönguleiðir á Reykjanesi komin út

Gönguleiðir á Reykjanesi er nú komin út en hún hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga, fjársjóðskistu útivistarfólks. Sumar leiðirnar eru á fjöll, aðrar um hraun og dali og margar eru hringleiðir. Allar eru lýsingarnar innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða og eru þær merktar sérstaklega.
7. apríl 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Minn hlátur er sorg - Ævisaga Ástu Sigurðardóttur er komin úr endurprentun

Minn hlátur er sorg - Ævisaga Ástu Sigurðardóttur er komin úr endurprentun

Ásta Sigurðardóttir var skapheit og ástríðufull listakona sem bjó yfir miklum hæfileikum, en ljós og skuggar tókust á um líf hennar og sál. Hún var dáð og fyrirlitin, elskuð og fordæmd. Hennar biðu um síðir bitur örlög. En saga hennar er líka saga um vonir, langanir og drauma. Í þessari einstæðu ævisögu er lífsþorsta, brestum og óblíðri ævi Ástu Sigurðardóttur lýst af næmri samkennd og innsæi. 
31. mars 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Gönguleiðir á hálendinu og Samningatækni nú fáanlegar á ný

Gönguleiðir á hálendinu og Samningatækni nú fáanlegar á ný

Gönguleiðir á hálendinu sló aldeilis í gegn síðasta sumar og er nú komin úr endurprentun. Bókin hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar.

Nú er komin þriðja prentun af þessari fræðandi og mikilvægu bók um Samningatækni. Samningaviðræður eru hluti af daglegu lífi fólks, hvort sem er í starfi, vegna persónulegra fjármála eða í samskiptum við fjölskyldu og vini.

31. mars 2022 eftir Dögg Hjaltalín
BÓKAKVÖLD SÖLKU - Tsjernobyl-bænin og Bjarmalönd

BÓKAKVÖLD SÖLKU - Tsjernobyl-bænin og Bjarmalönd

Í tilefni hækkandi sólar og lækkandi takmarkanna blásum við til fyrsta bókakvöldsins í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89, miðvikudaginn 9. mars kl.20:00. Að þessu sinni hefur staða heimsmála áhrif og bækurnar sem fjallað er um eru Tsjernobyl-bænin og Bjarmalönd.
6. mars 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Opnunartími um hátíðirnar

Opnunartími um hátíðirnar

Við styttum opnunartímann hjá okkur yfir hátíðirnar en tökum upp hefðbundinn opnunartíma þann 4. janúar. Verið hjartanlega velkomin, við tökum vel á móti ykkur!
27. desember 2021 eftir Dögg Hjaltalín