Fréttir
Fyrsta bókakvöldið á nýju ári
Tvö ný tarot-námskeið á nýju ári!
TAROT-KVÖLD SÖLKU 25. JANÚAR OG 8. FEBRÚAR
Tvö ný tarot-námskeið eru komin í sölu á salka.is!
Nornin Íris Ann Sigurðardóttir kennir grunnatriði tarot-lesturs, hvernig leggja skal spilin og lesa úr þeim.
Innifalið í verðinu er handbók um tarot, falleg tarot-spil, léttvínsglas (eða óáfengur drykkur) og að sjálfsögðu kennslan. Pláss er fyrir 18 manns á hverju námskeiði.
Fyrra námskeiðið fer fram miðvikudagskvöldið 25. janúar kl. 20 og það seinna miðvikudagskvöldið 8. febrúar kl. 20 í bókabúð Sölku á Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík. Áætlað er að námskeiðin standi til kl. 22.
Verið hjartanlega velkomin!
Bókin um Jómfrúna tilnefnd til verðlauna
Bókabarsvar 20. desember í Sölku
Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia
Bókakvöld - Jón Kalman og Sigríður Hagalín
Við bjóðum ykkur velkomin í Sölku bókabúð á Hverfisgötu 89-93!
Lóudagur í Sölku 3. desember
Lóa Hlín tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Þær gleðifregnir bárust í dag að Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Héragerði. Í umsögn dómnefndar segir:
Kostuleg saga þar sem hversdagurinn er gerður að ævintýri. Með gamansemi og næmni fyrir mannlegum tilfinningum er varpað ljósi á flókin fjölskyldubönd, vandræðalegar uppákomur og ríkulega sköpunarhæfni barna. Vandaðar myndlýsingar styðja vel við frásögnina og saman mynda þau listræna heild sem höfðar til lesenda á öllum aldri.