Fréttir
Opnunartímar milli jóla og nýárs
Hér eru opnunartímar í bókabúð Sölku á milli jóla og nýárs. Verið hjartanlega velkomin!
Lifandi laugardagur og höfundar árita
Fótboltadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir mætir til okkar áritar bók sína
Teiknisnillingarnir og verðlaunahöfundarnir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Rán Flygenring verða á staðnum og árita bækur sínar
Opnunartímar um jól
Við lengjum opnunartímann í aðdraganda jólanna! Verið hjartanlega velkomin í bókabúð Sölku á Hverfisgötu þar sem huggulegheitin ráða för. Frábært úrval bóka, notaleg stemning, happy hour á bókabarnum og við pökkum inn í fallegan pappír!
Eftirför og Rækjuvík hljóta tilnefningu til bókmenntaverðlauna!
Gleðitíðindi af Hverfisgötu! Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna og Rækjuvík eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Til hamingju kæru höfundar!
Lifandi laugardagur
Við kynnum með stolti nýjan og yndislegan aðventuviðburð í bókabúð Sölku við Hverfisgötu! Á lifandi laugardögum geta bókaormar og stuðpinnar á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi.
Bókakvöld - Sigríður Hagalín og Ester Hilmars
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld í bókabúð Sölku miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20! Þar leiða saman hesta sína tvær skáldkonur sem báðar eru með sögulegar skáldsögur í jólabókaflóðinu, þær Sigríður Hagalín - Vegur allrar veraldar og Ester Hilmarsdóttir - Sjáandi. Kvöldinu stýrir fjölmiðlamaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson, bækurnar verða á kostakjörum og höfundar árita. Bókabarinn að sjálfsögðu opinn að venju. Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur góða kvöldstund!
Bókabarsvar með Kamillu Einars og Rakel Garðars
Salka fer á bókahátíð!
Útgáfuhóf - Grænland og fólkið sem hvarf
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Grænland og fólkið sem hvarf eftir Val Gunnarsson með okkur í bókabúð Sölku föstudaginn 14. nóvember kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin kynnt og árituð og að sjálfsögðu verður útgáfutilboð á henni!









