Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Nýtt hlaðvarp um sous vide

Nýtt hlaðvarp um sous vide

Stóra bókin um sous vide hefur slegið í gegn sem og eldunaraðferðin sjálf. Í Sölkuvarpinu fjallar Helga Arnardóttir um eldunaraðferðina og hversu auðvelt það er í raun og veru að elda með sous vide. Einnig fá hlustendur góðar hugmyndir að því hvaða réttir klikka aldrei með sous vide.

Viðmælendur Helgu eru Viktor Örn Andrésson, einn fremsti matreiðslumaður landsins og brons verðlaunahafi í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or og Elísabet Árnadóttir, áhugamanneskja um sous vide en hún er komin á sitt annað sous vide tæki og er búin að fullkomna cremé brulée.

Umsjón og handrit: Helga Arnardóttir

Lesið nánar hér um Stóru bókina um sous vide.

Skemmtileg bók um heiminn og hnöttur fylgir með

Skemmtileg bók um heiminn og hnöttur fylgir með

Nýjasta bókin frá Sölku er Settu saman allan heiminn. Hér er á ferðinni einstakur leiðarvísir að öllum heiminum. Settu saman hnöttinn á auðveldan máta og lærðu allt um plánetuna okkar með handbók landkönnuðarins. Snúðu hnettinum, leitaðu að táknunum, finndu svörin við spurningunum og uppgötvaðu heilan heim af fróðleik!

Hnötturinn er 46 cm á hæð og bókin svarar ótal spurningum á borð við: Hvar getur þú ferðast í tuk-tuk? Af hverju er starf snákamjólkara mikilvægt? Hvaða risaborg er næstum 700 ára gömul?

Lesa meira um Settu saman allan heiminn. 

Nýtt hlaðvarp um súrdeigsbakstur

Nýtt hlaðvarp um súrdeigsbakstur

Helga Arnardóttir ræðir hér við ástríðusúrdeigsbakarana Ragnheiði Maísól og Ágúst Fannar Einþórsson, betur þekktan sem Gústa í Brauð & co. Hvort sem þú ert að hugsa um að stíga þín fyrstu skref sem súrdeigsbakari eða hefur gert ótal tilraunir að hinu fullkomna súrdeigsbrauði þarftu að hlusta á þennan þátt! 

Hrekkjavökuhátíð Sölku í Norræna húsinu

Hrekkjavökuhátíð Sölku í Norræna húsinu

Komið og njótið hrekkjavöku og barnabóka með okkur í Norræna húsinu 28. október milli kl.14 og 16. Við hvetjum börn og hugaða foreldra til að mæta í búningum. Öll börn fá bókaglaðning frá Sölku. 

Dagskrá:

14:00 til 16:00 Búum til beinagrindur
Beinagrindur og Hrekkjavaka eru tengdar órjúfanlegum böndum og því er tilvalið að nota tækifærið og fræðast smá. Settu saman mannslíkamann fléttar saman ýmsum fróðleik um virkni mannslíkamans við upplýsandi myndir og síðast en ekki síst beinagrindina sem hægt er að setja saman. 
22. október 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Óhugnanlegustu verur veraldar

Óhugnanlegustu verur veraldar

Skrímsla- og draugaatlas heimsins er komin út hjá Sölku. Hefur þig einhvern tímann dreymt um að verða skrímsla- og draugabani? Í þessari bók er lagt af stað í ferðalag þar sem þú hittir fyrir ófrýnilegustu skepnur, forynjur og vofur veraldar. 
Samningatækni fyrir alla

Samningatækni fyrir alla

Bókin Samningatækni eftir Aðalstein Leifsson er komin út hjá Sölku. Aðalsteinn Leifsson er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann hefur kennt samningatækni við góðan orðstír til fjölda ára. Aðalsteinn starfar sem einn af framkvæmdastjórum EFTA í höfuðstöðvum samtakanna í Genf. Aðalsteinn hefur veitt ráðgjöf og þjálfað stjórnendur og starfsmenn fjölmargra fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis í samningatækni.
24. september 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Allir þingmenn fengu bók um loftslagsmál frá Sölku

Allir þingmenn fengu bók um loftslagsmál frá Sölku

Allir þingmenn fengu bókina Þetta breytir öllu: kapítalisminn gegn loftslaginu eftir Naomi Klein að gjöf. Hanna Katrín Friðriksson, Birgir Ármannsson, Ólafur Ísleifsson, Guðmundur Andri Thorsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Egilsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir veittu bókinni viðtöku fyrir hönd þingflokkana og voru allir á einu máli um að loftslagsmálin væru aðkallandi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra veittu bókinni einnig viðtöku.

24. september 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Kapítalisminn gegn loftslaginu - lokaviðvörun

Kapítalisminn gegn loftslaginu - lokaviðvörun

Þetta breytir öllu: kapítalisminn gegn loftslaginu eftir Naomi Klein er komin út hjá Sölku. Bókin fjallar um þörfina fyrir róttækar félagslegar breytingar í bland við pólitískar, efnahagslegar og menningarlegar breytingar. Það er ekki tæknileg útfærsla breytinganna sem mestu máli skiptir, hvernig við ætlum að skipta úr óhreinni orku yfir í hreina, þétta byggð og draga úr mengun. Það sem skiptir máli og ræður úrslitum er valdið og hugmyndafræði þess sem hefur hingað til staðið í vegi fyrir því að nokkrar lausnir hafa náð útbreiðslu í nálægt því eins miklum mæli og þörf er á. Það má því segja að kapítalisminn sé gegn loftslaginu og það er stóra mál okkar tíma.
4. september 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Druslugangan 2018

Druslugangan 2018

Druslugangan fer fram laugardaginn 28. júlí næstkomandi. Gengið er frá Hallgrímskirkju kl. 14. 

Salka er stoltur útgefandi bókarinnar Ég er drusla sem segir sögu göngunnar, geymir ræður hennar og inniheldur verk eftir ótal listamenn. Við styðjum Druslugönguna og seljum varning til styrktar henni í vefverslun okkar. Sjáumst á laugardaginn og göngum gegn ofbeldi. 

Kaupa varning til styrktar Druslugöngunni

24. júlí 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Snuðra og Tuðra snúa aftur í nýrri bók

Snuðra og Tuðra snúa aftur í nýrri bók

Út er komin ný bók um systurnar Snuðru og Tuðru sem eru fyrir löngu orðnar fastagestir á heimilum landsins. Í henni fara Snuðra og Tuðra í sveitina með mömmu sinni að heimsækja Álfhildi frænku. Þar hitta þær meðal annars kýrnar sem fara aldrei í bað og kynnin verða heldur nánari en þær áttu von á. Eins og áður læra systurnar uppátækjasömu eitthvað nýtt í þessu ævintýri en borgarbörnin þurfa að varast ýmislegt í sveitinni.

Bækurnar um Snuðru og Tuðru eftir einn ástsælasta barnabókahöfund landsins, Iðunni Steinsdóttur, hafa komið út í hartnær 30 ár og hafa því fylgt fleiri en einni kynslóð úr grasi. Myndirnar í Snuðru og Tuðru í sveitaferð eru eftir listakonuna góðkunnu, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, sem hefur látið systurnar óþekku lifna við á síðum bókaflokksins í 12 ár en í dag eru níu bækur fáanleg og áætlað er að sú tíunda komi út í haust. 

Hægt er að kaupa Snuðru og Tuðru í sveitaferð HÉR

4. júlí 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir