Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld - Steinunn Sigurðardóttir
Verið hjartanlega velkomin á fyrsta bókakvöld ársins í bókabúð Sölku þar sem Steinunn Sigurðardóttir verður í spjalli um bækur sínar, ferilinn, lífið og tilveruna. Steinunn hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ból og hefur komið víða við á löngum ferli. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn og tími mun gefast til umræðna. Húsið opnar kl. 19.30 og viðburðurinn hefst kl. 20. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Steinunn Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og BA-prófi í sálfræði og heimspeki frá University College í Dublin 1972. Í allmörg ár starfaði hún við fréttamennsku, blaðamennsku og þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp en hefur á síðari árum einkum sinnt skriftum. Enn fremur hefur hún kennt ritlist við Háskólann í Strassborg og Háskóla Íslands. Steinunn hefur dvalið langdvölum erlendis og búið um lengri eða skemmri tíma í ýmsum Evrópulöndum, lengst í Þýskalandi og Frakklandi. Steinunn var aðeins 19 ára þegar hennar fyrsta bók kom út, ljóðabókin Sífellur. Á ferlinum hefur hún jöfnum höndum gefið út skáldsögur og ljóð en einnig skrifað smásögur, leikrit og barnabók, og sent frá sér tvær bækur ævisögulegs eðlis, um Vigdísi Finnbogadóttur forseta og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur fjalldalabónda. Útgefnar bækur Steinunnar skipta tugum. Íslensk náttúra, ást og húmor eru lykilorð um skáldskap Steinunnar sem hefur ávallt notið mikilla vinsælda. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar. Árið 1995 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað og sex aðrar bækur hennar hafa verið tilnefndar til sömu verðlauna. Þá hefur hún fengið Fjöruverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, svo nokkuð sé nefnt. Bækur hennar hafa verið þýddar og gefnar út víða erlendis og árið 1999 var gerð frönsk kvikmynd byggð á þekktustu skáldsögu hennar, Tímaþjófnum. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína Ból á dögunum.
Um Ból
Ból er eldheit og grípandi átakasaga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, listilega stíluð og byggð svo úr verður magnað og margbrotið skáldverk.
Líneik Hjálmsdóttur – LínLín – er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund. Náttúran fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur hún til móts við ógnina sem engu eirir – og fortíðina um leið: minningarnar, ástina, leyndarmálin og sorgirnar stóru.
Steinunn Sigurðardóttir hefur skrifað fjölda óviðjafnanlegra verka sem hafa notið verðskuldaðra vinsælda. Skörp sýn hennar á mannlega náttúru, beitt skopskyn og leiftrandi stíll heilla lesendur og ný skáldsaga frá henni sætir ávallt tíðindum.
Steinunn Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og BA-prófi í sálfræði og heimspeki frá University College í Dublin 1972. Í allmörg ár starfaði hún við fréttamennsku, blaðamennsku og þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp en hefur á síðari árum einkum sinnt skriftum. Enn fremur hefur hún kennt ritlist við Háskólann í Strassborg og Háskóla Íslands. Steinunn hefur dvalið langdvölum erlendis og búið um lengri eða skemmri tíma í ýmsum Evrópulöndum, lengst í Þýskalandi og Frakklandi. Steinunn var aðeins 19 ára þegar hennar fyrsta bók kom út, ljóðabókin Sífellur. Á ferlinum hefur hún jöfnum höndum gefið út skáldsögur og ljóð en einnig skrifað smásögur, leikrit og barnabók, og sent frá sér tvær bækur ævisögulegs eðlis, um Vigdísi Finnbogadóttur forseta og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur fjalldalabónda. Útgefnar bækur Steinunnar skipta tugum. Íslensk náttúra, ást og húmor eru lykilorð um skáldskap Steinunnar sem hefur ávallt notið mikilla vinsælda. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar. Árið 1995 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað og sex aðrar bækur hennar hafa verið tilnefndar til sömu verðlauna. Þá hefur hún fengið Fjöruverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, svo nokkuð sé nefnt. Bækur hennar hafa verið þýddar og gefnar út víða erlendis og árið 1999 var gerð frönsk kvikmynd byggð á þekktustu skáldsögu hennar, Tímaþjófnum. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína Ból á dögunum.
Um Ból
Ból er eldheit og grípandi átakasaga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, listilega stíluð og byggð svo úr verður magnað og margbrotið skáldverk.
Líneik Hjálmsdóttur – LínLín – er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund. Náttúran fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur hún til móts við ógnina sem engu eirir – og fortíðina um leið: minningarnar, ástina, leyndarmálin og sorgirnar stóru.
Steinunn Sigurðardóttir hefur skrifað fjölda óviðjafnanlegra verka sem hafa notið verðskuldaðra vinsælda. Skörp sýn hennar á mannlega náttúru, beitt skopskyn og leiftrandi stíll heilla lesendur og ný skáldsaga frá henni sætir ávallt tíðindum.