Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fögnum fjölbreytileikanum!
Verið velkomin að fagna útgáfu Fjölskyldunnar minnar eftir Ástu Rún Valgerðardóttur og Láru Garðarsdóttur í sal Samtakanna 78, Suðurgötu 3, laugardaginn 21. október kl. 14.

Allir velkomnir, bókin á sérstöku útgáfutilboði og léttar veitingar í boði. 

Um Fjölskylduna mína:
Friðjón er fimm ára leikskólastrákur sem á tvær mömmur. Hann veit fátt skemmtilegra en að leika sér við vini sína. Í dag er fjölskyldudagur á leikskólanum og krakkarnir komast að því að fjölskyldur eru jafnólíkar og þær eru margar. Raunar má segja að allar fjölskyldur séu einstakar!
Fjölskyldan mín er skemmtileg bók sem opnar umræðu um ólík fjölskylduform. Fögnum fjölbreytileikanum!

Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur. Lára Garðarsdóttir er höfundur mynda. Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!
18. október 2017 eftir Anna Lea Friðriksdóttir