Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Jólafögnuður í Sölku
Hó hó hó! Verið hjartanlega velkomin á jólafögnuð í bókabúð Sölku við Hverfisgötu laugardaginn 7. desember kl. 14. Við ætlum að fagna því að loks er bókin Jólasveinarnir eftir Iðunni Steinsdóttur fáanleg á nýjan leik en hún er fyrir löngu orðin sígild og ómissandi í jólahaldi margra. Heyrst hefur að einn jólasveinanna ætli að mæta fyrr til byggða af þessu tilefni og skemmta yngstu kynslóðinni. Boðið verður upp á jólakræsingar og dúndurtilboð verða á góðum bókum.
Við hlökkum til að eiga með ykkur notalega stund!
3. desember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir