Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Nýtt hlaðvarp um bjór og bjórbruggun

Besti bjórinn sem þú drekkur er sá sem þú bruggar sjálf/ur. Viðaðu að þér örfáum hráefnum og einföldum brugggræjum, gefðu þér smá tíma og njóttu þess síðan að drekka helhumlaðan IPA eða dásamlega dökkan porter. Ekki er verra að geta sótt í viskubrunn bestu kraftbruggara dagsins í dag, sem byrjuðu að brugga með hugsjón og löngun í betri bjór að vopni.

Í Sölkuvarpinu fjallar Helga Arnardóttir um bjór og ræðir við Ástu Ósk Hlöðversdóttur, bruggmeistara Ölvisholts um galdurinn á bakvið góðan bjór og vel heppnaða bruggun.

Umsjón og handrit: Helga Arnardóttir

Nánar um bókina Kraftbjór

31. janúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir