Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Esmeralda Santiago á Bókmenntahátíð í Reykjavík

Esmeralda Santiago

Metsöluhöfundurinn Esmeralda Santiago er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík en bækurnar hennar Næstum fullorðin og Stúlkan frá Púertó Ríkó hafa komið út á íslensku hjá Sölku.

Hægt verður að hitta Esmeröldu á eftirfarandi atburðum:

Þriðjudaginn 5. september

11:30 - 13:00

Hamragil, Akureyri

Höfundamót: Lesendur og höfundar

Esmeralda Santiago og Anne-Cathrine Riebnitzsky

17:00 - 19:30

Hamrar, Akureyri

Konur, sjálfsmynd og flutningar

Esmeralda Santiago og Arnar Már Arngrímsson

Föstudaginn 8. september

15:15 - 16:00

Veröld, hús Vigdísar

Uppskrift að lífi - fyrirlestur

Esmeralda Santiago

Laugardaginn 9. september

13:00 - 13:50

Norræna húsið

Sögur, uppruni og sjálfsmyndir - pallborð

Esmeralda Santiago og Guðrún Eva Mínervudóttir. Stjórnandi: Jón Yngvi Jóhannsson

Hér má lesa fyrsta kaflann í bókinni Næstum fullorðin:

Fullkomin sumarlesning og frábær í fríið!

Fullkomin sumarlesning og frábær í fríið!

Esmeralda Santiago er frá Púertó Ríkó og er nýflutt til New York. Líf hennar utan veggja heimilisins er kærkomin hvíld frá baslinu í tveggja herbergja íbúð í Brooklyn, kröfuharðri móður og ört stækkandi systkinahópi. Töfrar og tækifæri borgarinnar heilla og Esmeröldu dreymir um að gera nokkuð sem enginn í fjölskyldu hennar hefur gert áður - að mennta sig. Hún fær inngöngu í virtan sviðslistaskóla á Manhattan, leikur Kleópötru í leiksýningum, dansar salsa um nætur og eygir von um annað líf, frægð og frama. Esmeralda aðlagast nýju umhverfi fljótt en krafan um að hún sé trú uppruna sínum er sterk og togstreitan eykst. Hún berst fyrir sjálfstæði sínu og að losna undan verndarvæng móður sinnar sem sér hættur á hverju götuhorni og í augnatilliti hvers karlmanns.

Bókin er sjálfstætt framhald Stúlkunnar frá Púertó Ríkó sem kom út 2014. Hér heldur höfundur áfram að segja þroskasögu sína og lýsa uppvexti sínum á magnaðan og seiðandi hátt.

Esmeralda Santiago deilir með okkur minningum sínum sem veita einstaka innsýn í líf ungrar konu í New York sjöunda áratugarins. Leiftrandi frásagnargáfa Esmeröldu heldur lesandanum hugföngnum. Ljóslifandi minningabók sem erfitt er að leggja frá sér og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
 
Herdís Magnea Hübner íslenskaði.
15. júlí 2016 eftir Anna Lea Friðriksdóttir