Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fjötrar valin besta íslenska glæpasagan

Fjötrar valin besta íslenska glæpasagan

Sólveig Pálsdóttir hlaut í dag Blóðdropann 2020 fyrir skáldsögu sína, Fjötra, en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu íslensku glæpasögu undanfarins árs. Útgefandi bókarinnar er Salka. Metfjöldi glæpasagna voru tilnefndar í ár, 20 talsins. Hið íslenska glæpafélag stendur að verðlaununum og verðlaunabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, árið 2021. Dómnefnd skipuðu Páll Kristinn Pálsson, formaður, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson.
10. júní 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir