Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fjötrar valin besta íslenska glæpasagan

Fjötrar valin besta íslenska glæpasagan

Sólveig Pálsdóttir hlaut í dag Blóðdropann 2020 fyrir skáldsögu sína, Fjötra, en verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir bestu íslensku glæpasögu undanfarins árs. Útgefandi bókarinnar er Salka. Metfjöldi glæpasagna voru tilnefndar í ár, 20 talsins. Hið íslenska glæpafélag stendur að verðlaununum og verðlaunabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, árið 2021. Dómnefnd skipuðu Páll Kristinn Pálsson, formaður, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson.
10. júní 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Nýr eftirtektarverður höfundur á íslenskum spennusagnavettvangi

Nýr eftirtektarverður höfundur á íslenskum spennusagnavettvangi

Röskun er ný íslensk spennusaga var að koma út hjá Sölku. Röskun segir frá Heru sem er full tilhlökkunar að flytja í kjallaraíbúðina sem hún var að kaupa í Þingholtunum. Skömmu eftir flutningana finnur hún fyrir óþægilegri nærveru í íbúðinni og upplifir undarlega atburði. Á hún að treysta sjálfri sér eða er þetta allt saman hugarburður? Saga Stellu sem bjó áður í íbúðinni vekur forvitni Heru og hún leitar svara í henni. Smám saman rennur upp fyrir Heru að heima er ef til vill ekki alltaf best.
9. maí 2019 eftir Dögg Hjaltalín