Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Nýtt hlaðvarp um Fjallvegahlaup

Nýtt hlaðvarp um Fjallvegahlaup

Í Sölkuvarpinu fjallar Helga Arnardóttir um fjallvegahlaup frá öllum hliðum. Hún fer yfir hvað ber að hafa í huga fyrir byrjendur og einnig fyrir lengra komna, hvað þurfi að gera áður en lagt er að af stað og hvaða leiðir henta best hverjum og einum.

Viðmælendur Helgu eru Stefán Gíslason, þaulreyndur hlaupari og höfundur bókarinnar Fjallvegahlaup og Dalla Ólafsdóttir, sem byrjaði fyrir nokkru að hlaupa úti í náttúrunni og kolféll fyrir þessari útivist.

Umsjón og handrit: Helga Arnardóttir

Nánar um Fjallvegahlaup eftir Stefán Gíslason