Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Útgáfuhóf - Hvíti ásinn
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Hvíti ásinn eftir Jóhönnu Sveinsdóttur í bókabúð Sölku laugardaginn 30. nóvember kl. 14. Léttar veitingar, bókin góða á útgáfutilboði, höfundur áritar og gleði í lofti!

Um Hvíta ásinn:
Það er fátt venjulegt við Iðunni sem býr í felum og lítur ekki út eins og aðrir unglingar. En það er líka fátt venjulegt við hvernig heimurinn er orðinn. Þegar Iðunn flytur á Himinbjörg eftir óvænta atburðarás breytist líf hennar svo um munar. Hún sér í hillingum að fá loks að tilheyra umheiminum en í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist í Vígisfirði og líf hennar á eftir að taka allt aðra stefnu en hún heldur.

Hvíti ásinn er fyrsta bók Jóhönnu Sveinsdóttur. Í bókinni fléttast heimur ása og vætta saman við framtíðina á spennandi og ævintýralegan hátt.
27. nóvember 2024 eftir Anna Lea Friðriksdóttir