Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ömmusögur
4,990 ISK
Höfundur Jóhannes úr Kötlum
Rúm níutíu ár eru síðan Ömmusögur Jóhannesar úr Kötlum komu fyrst út með teikningum eftir Tryggva Magnússon. Hér er meðal annars að finna kvæðið um stúlkuna sem gaukaði mat að krumma á aðfangadagskvöld og fékk að launum óvæntan glaðning þegar hún átti sjálf bágt, og Sögu af Suðurnesjum, kvæðið um drenginn sem fór einn út á miðin í von um að geta fært fjölskyldunni matarbita á jólum.
Ömmusögur hafa verið ófáanlegar um langa hríð en koma nú út á ný í vandaðri umgjörð. Líkt og hin vinsæla bók Jólin koma geymir hún sígildan kveðskap fyrir unga sem aldna.