Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Þegar Brandur var lítill og hvarf
4,490 ISK
Höfundur Sven Nordqvist
Pétur býr einn ásamt nokkrum hænum í fallegri sveit í Svíþjóð en er ósköp einmana. Anna nágrannakona hans sér að honum líður ekki sem best og leggur til að hann fái sér gæludýr.
Morgun einn vaknar Pétur við að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Hvað er orðið af nýjasta íbúa hússins sem vanur er að vekja hann með látum og hvernig í ósköpum komust sokkarnir hans, skórnir og axlaböndin út í garð?
Þessi tímalausa bók eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að lesa saman.