Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Það sem pabbi sagði mér
3,990 ISK
Höfundur Astrid Desbordes, Pauline Martin
Ástvaldur horfir á svölurnar á himninum.
– Þær eru á leið hinum megin á hnöttinn, útskýrir pabbi.
– Get ég farið eins langt og þær þegar ég verð stór? spyr Ástvaldur.
– Jafnlangt og enn þá lengra, svarar pabbi.
Og í huganum leggur Ástvaldur af stað út í hinn stóra heim
þar sem húsin eru ógnarhá og margt getur leynst í skóginum.
Á ferðalaginu stendur pabbi sem klettur við hlið hans og
gefur góð ráð þegar á móti blæs.