Blátt áfram – Sjálfsævisaga
7,290 ISK
Höfundur Bjarni Eiríkur Sigurðsson
Bjarni Eiríkur Sigurðsson átti framan af ævi sinni í stríði við lesblindu. Hún háði honum nokkuð í námi en honum tókst þó með harðfylgi að takast á við þann fjanda og segir frá þeim átökum í þessum endurminningum sínum. Hann náði að ljúka prófi frá Garðyrkjuskólanum og Kennaraskólanum. Að loknu námi kenndi hann lengi í Hveragerði við góðan orðstír og var um hríð skólastjóri í Þorlákshöfn. Seinna fór hann til Þýskalands til náms í námsráðgjöf og var með fyrstu náms- og starfsráðgjöfum landsins. Þá gerðist hann djákni og lærði til þess göfuga starfs í guðfræðideild Háskóla Íslands.
Bjarni Eiríkur var liðtækur tónlistarmaður, lék á píanó og harmóniku eins og engill. Á dansgólfinu heillaði hann svo dömurnar með fótafimi sinni og þokka.
Það sem stendur þó ef til vill upp úr á æviferli Bjarna Eiríks er hestamennskan. Hann var góður tamningamaður og afbragðs hestaferðamaður. Þá hélt Bjarni námskeið í reiðmennsku víða um land og segir sögur af ævintýrum sem hann lenti í þar.
Í þessu riti fellir Bjarni Eiríkur skemmtilega og fróðlega palladóma um samferðafólk sitt.
selected Icelandic ghost stories along the way! A brilliant book with maps, drawings, and photos!