Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Elsku Monroe og Bogart

7,490 ISK

Höfundur Þröstur Jóhannesson

Það getur ekki boðað nein venjulegheit þegar Bogart mætir suður í Garð með Monroe upp á arminn og kynnir fyrir fjölskyldunni. Af stað fer spretthörð fantasía þar sem lesandinn hlýtur að trúa hverju orði. Við fylgjumst með upp- og niðursveiflum ævintýramannsins Bogarts og hans íðilfögru Monroe í gegnum frásögn sonar þeirra hjóna sem dregur ekkert undan. Fyndin saga með harmrænum undirtón sem dregur upp sterka mynd af tíðarandanum suður með sjó laust fyrir síðustu aldamót.