Óli Jó Fótboltasaga
8,690 ISK
Höfundur Ingvi Þór Sæmundsson
Hér segir Ólafur Jóhannesson sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt. Uppvöxturinn, fjölskyldan, leikmannaferillinn í fótbolta og handbolta, þjálfun í rúma fjóra áratugi, sigrar og töp, gleði og sorg. Óli hefur upplifað allt sem hægt er að upplifa í íslenskum fótbolta. Einstök frásögn sem varpar ljósi á þróun fótboltans í hálfa öld.
Ólafur Jóhannesson er goðsögn í íslenskri knattspyrnu. Hafnarfjarðarguttinn sem fór snemma út í þjálfun og gerði það gott á Vopnafirði og í Borgarnesi en varð síðan margfaldur Íslands¬meistari, bikarmeistari og landsliðsþjálfari.
Maðurinn sem gerði FH að stórveldi og vann síðan fjóra stóra titla með Val.
Hér segir Óli sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt. Uppvöxturinn, fjölskyldan, leikmannaferilinn í fótbolta og handbolta, þjálfun í rúma fjóra áratugi, sigrar og töp, gleði og sorg. Óli hefur upplifað allt sem hægt er að upplifa í íslenskum fótbolta.
Hann leggur nú spilin á borðið með einstakri frásögn sem varpar ljósi á þróun fótboltans í hálfa öld og hlífir engum, allra síst sjálfum sér.
Allir áhugamenn um íslenskan fótbolta verða að lesa sögu hins eina sanna Óla Jó.