Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
DNA
4,690 ISK
Höfundur Yrsa Sigurðardóttir
DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er fyrsta bókin um barnasálfræðinginn Freyju og lögreglumanninn Huldar. Hún hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan og einnig Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta glæpasagan í Danmörku. Bókin er núna endurútgefin í tilefni af sýningu sjónvarpsseríunnar Reykjavík 112 sem byggð er á DNA.
Ung kona er myrt á hryllilegan hátt á heimili sínu að nóttu til. Eina vitnið er sjö ára dóttir hennar. Skömmu síðar lætur morðinginn aftur til skarar skríða.
Radíóamatör fær sérkennileg skilaboð á öldum ljósvakans sem tengja hann við bæði fórnarlömbin. Þó þekkir hann hvorugt þeirra.
Yrsa Sigurðardóttir bregst ekki lesendum sínum með þessari mögnuðu glæpasögu!