Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Undir sumarhimni - sögur af veiðiskap

3,990 ISK

Höfundur Sölvi Björn Sigurðsson

Að veiða er að segja sögur. Um leið og lína lendir á vatnsfleti hefst sagan og engin leið er að spá fyrir um sögulok. Í Undir sumarhimni - sögur af veiðiskap eru sögur fjölmargra veiðimanna, sögur af þeim stóru sem sluppu, sögur af fiskum á óvæntum stöðum, sögur af því þegar allt gengur upp og því þegar ekkert gengur upp, sögur af frábærum félagsskap og ævintýralegu umhverfi.

Undir sumarhimni - sögur af veiðiskap gerir biðina eftir næstu veiðiferð þolanlegri. Að vera veiðimaður er endalaus tilhlökkun.

 

Hér má lesa hvað Gunnar Helgason, rithöfundur og veiðimaður, hafði að segja um bókina á meðan lestri stóð:

'Er að lesa bókina hans Sölva, Undir sumarhimni. Og ég er ekki hress! Aftan á bókinni er beinlínis fullyrt að biðin eftir næstu veiðiferð verðu þolanlegri við lesturinn!

Það er kolrangt!

Bókin er það góð og launfyndin og hreinlega yndisleg að ég geti ekki beðið eftir að komast sem fyrst í veiði!

Fullyrðingin aftan á henni eru því hrein öfugmæli!

Ég vara við þessari bók. Hún fær hjartað til að slá örar, hugann til að reika þannig að maður getur ekki tekið þátt í samræðum í klukkutíma eftir að maður tekur sér lestrarfrí og hún er hreinræktaður draumvaki!

Takk fyrir, Sölvi Björn Sigurðsson.'

Gunnar Helgason, Veiðidellan er frábær 2018