Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Skyldulesning fyrir alla á vinnumarkaðnum

Bókin Þriðja miðið eftir Ariönnu Huffington er komin út hjá Sölku og er fyrsta bókin sem útgáfan sendir frá sér á nýju ári.

Arianna Huffington er stofnandi og aðalritstjóri Huffington Post sem hefur átt mikilli velgengni að fagna frá stofnun miðilsins árið 2005. Arianna vann, eins og margir í hennar sporum, myrkranna á milli og taldi sér trú um að það væri eina leiðin til velgengni. Þegar hún örmagnaðist og rankaði við sér í blóðpolli á skrifstofu sinni áttaði hún sig á að þetta var ekki lífið sem hún vildi kjósa sér og fjölskyldu sinni. Það hlyti að vera til önnur leið, að njóta bæði velgengni í vinnunni og í einkalífinu án þess að vinna allan sólarhringinn, svara tölvupóstum á miðnætti og eyða fjölskyldufríum í símanum. Í kjölfarið skrifaði hún Þriðja miðið sem er gagnger sjálfs- og samfélagsathugun með mikilvægum boðskap: við þurfum að endurmeta hvað við teljum velgengni vera, ekki seinna en núna.

Huffington er blaðamaður og hefur skrifað fjölda bóka en Þriðja miðið er langvinsælasta bók hennar. Hún hefur selst í milljónum eintaka, var efst á metsölulista New York Times og hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál.  

 

Ekki rembast við að klífa metorðastigann, endurskilgreindu frekar velgengni. Heimurinn þarfnast þess nauðsynlega. - Arianna Huffington

25. febrúar 2016 eftir Anna Lea Friðriksdóttir