Endurmetum velgengni, samtal um þriðja miðið eftir Ariönnu Huffington
Finnst þér stundum of mikið álag í vinnunni eða er einhver sem stendur þér nærri að kikna undan álagi?
Í bókinni Þriðja miðið skrifar Arianna Huffington um hvernig hún vann sig út úr því með því að endurmeta hvað raunverulega felst í velgengni.
Þann 18. mars verður morgunfundur um þetta brýna málefni þar sem Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og rithöfundur, kemur til með að halda framsögu.
Að lokinni framsögunni verður boðið upp á pallborðsumræður undir styrkri stjórn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, titill og stjórnarformanns FKA. Þátttakendur í pallborði eru Hrund Gunnsteinsdóttir og Árelía Eydís Guðmundsdóttir.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 milli 8:30-10:00 föstudaginn 18. mars og er haldinn af FKA, FVH og Útgáfuhúsinu Verðandi og Sölku.
Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttan morgunverð.