Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ævisaga Ástu Sigurðardóttur fáanleg á nýjan leik

Minn hlátur er sorg, ævisaga Ástu Sigurðardóttur eftir Friðriku Benónýsdóttur er komin út endurútgefin.

Ásta Sigurðardóttir var skapheit og ástríðufull listakona sem bjó yfir miklum hæfileikum, en ljós og skuggar tókust á um líf hennar og sál. Hún var dáð og fyrirlitin, elskuð og fordæmd. Hennar biðu um síðir bitur örlög. En saga hennar er líka saga um vonir, langanir og drauma. Í þessari einstæðu ævisögu er lífsþorsta, brestum og óblíðri ævi Ástu Sigurðardóttur lýst af næmri samkennd og innsæi. 

Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit um Ástu Sigurðardóttur nú í september en í því er brugðið upp svipmyndum af listakonunni og skáldskap hennar fléttað saman við. Birgitta Birgisdóttir fer með hlutverk Ástu, Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar ljær verkinu tóna. 



8. september 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir