Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bók og beinagrind í sama pakka

Bókin Settu saman mannslíkamann er gagnvirkur og skemmtilegur leiðarvísir um undur mannslíkamans. Í honum er farið yfir grunnatriði í líffræði líkama okkar á lifandi hátt. Bókinni fylgir 76 cm hátt líkan af beinagrind og líffærum líkamans til að setja saman!


Af hverju slær hjartað svona oft á hverri mínútu?

Hvernig hjálpa vöðvarnir þér að hlaupa og hoppa?

Hvað ver okkur fyrir bakteríum?


Svör við þessum spurningum og fleirum í bókinni og með því að setja saman mannslíkamann.

Settu saman mannslíkamann er alþjóðleg metsölubók sem hefur farið sigurför um heiminn.


Hafsteinn Thorarensen þýddi og Salka gefur út.

6. október 2017 eftir Anna Lea Friðriksdóttir