Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabarsvar!
Það er komið að fyrsta bókabarsvari haustsins!
Verið hjartanlega velkomin á bókapöbbkviss í bókabúð Sölku miðvikudaginn 17. september kl. 18! Höfundur spurninga og spyrill er rithöfundurinn (og vaskur starfsmaður bókabúðarinnar) Elísabet Thoroddsen. Þemað, nú sem endranær, hverfist í kringum bækur. Óhætt að segja að eftirvæntingin sé mikil! Tveir og tveir saman í liði, svakaleg tilboð á bókabarnum og bjórspurningin á sínum stað.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
16. september 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir