Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Hannyrðir, happy og húslestur
Það er tekið að hausta og huggulegheitin færast yfir í bókabúð Sölku. Taktu með þér það sem þú ert með á prjónunum eða heklnálinni, nældu þér í drykk á happy hour-verði, njóttu þess að láta höfunda lesa upp fyrir þig úr bókum sínum og hittu aðra til að ræða bækur og hannyrðir.
Fyrsti höfundurinn sem stígur á stokk er hin dásamlega Sólveig Pálsdóttir en hún mun bæði lesa úr Klettaborginni og úr óútkominni spennusögu sinni!
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga notalega stund með ykkur. Hér má melda sig á viðburðinn en aðgangur er ókeypis.

 

4. september 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir