Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabarsvar með Bóbó
Verið hjartanlega velkomin á síðasta bókabarsvar ársins miðvikudaginn 13. desember kl. 20 í bókabúð Sölku, Hverfisgötu. Spyrill og höfundur spurninga er Björn Halldórsson. Tveir og tveir saman í liði, bjórspurningin á sínum stað, verðlaun fyrir sigurvegara og allt á barnum á þúsund. Hamingjan sanna! Sem endranær er bókaþema en eins og við vitum getur í bókum búið allur heimurinn. Látið orðið berast og bjóðið bókelskum vinum - við hlökkum til að sjá ykkur í talsverðu stuði!
12. desember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir