Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld - Sigríður Hagalín og Bjarni Bjarna
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld í bókabúð Sölku miðvikudaginn 6. desember kl. 20. Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Bjarni M. Bjarnason koma til okkar og kynna nýútkomnar bækur sínar, Deus og Dúnstúlkan í þokunni en fyrir þá síðarnefndu hlaut Bjarni á dögunum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Húsið og bókabarinn opna kl. 19.30 - öll velkomin!
Deus
Skáldið Sigfús missir tökin á lífinu þegar hann finnur guð. Unglingurinn Ísabella glímir við stórar og flóknar tilfinningar. Blaðamaðurinn Andri Már þarf að fóta sig á nýjum og ókunnuglegum vettvangi. Örlög þeirra fléttast saman við áform nýsköpunarfyrirtækisins DEUS Technologies um að þróa trúarbrögð sem gervigreind
Dúnstúlkan í þokunni
Drauma-Jói fæddist um miðja 19. öld norður á Langanesi og var af galdramönnum kominn í beinan karllegg. „Árum saman, sérstaklega á milli tvítugs og þrítugs, bjó hann yfir mikilli fjarskyggnigáfu,“ sagði dr. Ágúst H. Bjarnason um hann í vísindagrein árið 1915. Í þessari sögulegu skáldsögu er byggt á sögum af þessum einstaka manni og örlögum hans
3. desember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir