Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabarsvar með Kristínu Svövu
Nú er jólabókaflóðið að safna kröftum sínum áður en það skellur á af fullum þunga! Af því tilefni hefjum við jóladagskrá okkar í bókabúð Sölku með bókapöbbkvissi miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20! Spyrill og höfundur spurninga er hin margfróða og svakalega skemmtilega Kristín Svava Tómasdóttir. Þemað eru bækur, eins og reglur bókabúðarinnar kveða á um, en athugið að í bókum býr allur heimurinn og þeim er ekkert óviðkomandi.
Tveir og tveir saman í liði, bjórspurningin á sínum stað og allt á barnum á þúsund kall! Allir hjartanlega velkomnir, hlökkum mikið til að sjá ykkur!
6. nóvember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir