Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld með Elísabetu Jökulsdóttur
Það er komið að bókakvöldi Sölku og á Degi íslenskrar tungu að þessu sinni!
Elísabet Jökulsdóttir er gestur okkar og því má ábyrgjast að kvöldið verði eins og best verður á kosið. Elísabet gaf nýverið út bókina Saknaðarilmur sem hefur fengið frábæra dóma og viðtökur en hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu bók sína, Aprílsólarkulda, auk þess sem hún hlaut Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Bókakvöldið er miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20 í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89-93. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Elísabet mun kynna og lesa upp úr bók sinni og í kjölfarið verða umræður þar sem gestum gefst tækifæri til að spyrja spurninga. Bókin verður á góðum kjörum og bókabarinn að sjálfsögðu opinn.
Um Saknaðarilm:
Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi. Það skrifar enginn eins og Elísabet Jökulsdóttir. Hér veltir hún steinum og strýkur lesandanum móðurlega um kinn, gefur forneskjunni langt nef og heldur óþreytandi áfram leit sinni að ást, frið og sátt.
Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi. Það skrifar enginn eins og Elísabet Jökulsdóttir. Hér veltir hún steinum og strýkur lesandanum móðurlega um kinn, gefur forneskjunni langt nef og heldur óþreytandi áfram leit sinni að ást, frið og sátt.