Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fjórar stjörnur fyrir Lukku!

Nýverið birtist gagnrýni um þríleikinn um Lukku og hugmyndavélina hjá Lestrarklefanum. Bækurnar fá þar fjórar stjörnur! Í dóminum segir meðal annars:

'Bækurnar um Lukku og hugmyndavélina eru skemmtilegar bækur fyrir krakka sem vilja lesa bækur hratt, en samt hafa mikla spennu. Sögurnar heilluðu lestrarfélaga minn á tíunda ári, sem fannst geggjað að lesa um forna uppfinningu og krakka sem virkilega sigrast á öllu.' 

 

Hér er hægt að lesa umfjöllunina í heild sinni. 

5. febrúar 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir