Allt að 90% afsláttur á Bókamarkaði
Hátt í 300 titlar frá Sölku verða á hinum árlega bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefanda. Allt að 90% afsláttur er af völdum bókum og mikið úrval titla á aðeins 99 kr. Bókamarkaðsverð verða á heimasíðu Sölku meðan á markaðinum stendur en hann opnar föstudaginn 22. febrúar og verður opinn daglega frá 10-21 til 10. mars.
Líkt og áður er hann haldinn við Laugardalsvöllinn, undir stóru stúkunni. Því næst flytur markaðurinn til Akureyrar svo að frændur okkar norður í landi geti líka notið góðs af og svo heldur hann til Egilsstaða.
Að sjálfsögðu eru flestir titlar Sölku á markaðnum á kostakjörum! Við hvetjum sem flesta til að líta við og gera góð kaup. Næg bílastæði!
Við höfum flokkað titlana eftir verðum og hér er hægt að nálgast úrvalið á bókamarkaðinum.