Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fögnum útgáfu Byls!
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Bylur eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur með okkur í bókabúð Sölku miðvikudaginn 28. maí kl. 17! Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin verður á útgáfutilboði og höfundur kynnir bókina og áritar. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Um Byl:
Bergur er hamingjusamur fjölskyldufaðir í góðri vinnu. Lífið er fullkomið þar til að sonur hans deyr og heiftin gagntekur hann. Hann er staðráðinn í að leita hefnda og beinist reiði hans að Öldu og syni hennar Styrmi. Vel falinn bakgrunnur Bergs kemur upp á yfirborðið og Alda og Styrmir eru í bráðri hættu. Spennan magnast þegar sannleikurinn kemur smám saman í ljós. Hver á raunverulega sök á dauða Daníels?
Bylur er meistaralega fléttuð spennusaga úr smiðju Írisar Aspar Ingjaldsdóttur. Fyrri bók hennar, Röskun, hlaut afar góðar viðtökur og er á leiðinni á hvíta tjaldið.