Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lóa Hlín tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Þær gleðifregnir bárust í dag að Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Héragerði. Í umsögn dómnefndar segir: 

Kostuleg saga þar sem hversdagurinn er gerður að ævintýri. Með gamansemi og næmni fyrir mannlegum tilfinningum er varpað ljósi á flókin fjölskyldubönd, vandræðalegar uppákomur og ríkulega sköpunarhæfni barna. Vandaðar myndlýsingar styðja vel við frásögnina og saman mynda þau listræna heild sem höfðar til lesenda á öllum aldri.

Héragerði er sjálfstætt framhald af Grísafirði sem einnig var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og var valin besta barnabók ársins af bóksölum landsins. 

Við óskum Lóu innilega til hamingju með áfangann og hvetjum lesendur til að kynna sér frábæru bækur hennar!

1. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir