Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Salka opnar bókabúð á Hverfisgötu!

Salka hefur opnað nýja bókabúð á Hverfisgötu 89-93. Í henni má finna bækur íslenskra útgefenda og einnig úrval erlendra bóka. Eigendur Sölku eru Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru alvanar bóksölu og kynntust meira að segja í bókabúð. Mikið er lagt upp úr notalegu andrúmslofti í búðinni enda eiga bókabúðir að vera skemmtilegur staður að heimsækja. Í bókabúð Sölku verður mikið líf og fjör, reglulegir viðburðir á borð við upplestra, útgáfuhóf, vínkynningar, krakkafjör og svo mætti lengi telja.

Verið hjartanlega velkomin. Opið er frá 11-18 á virkum dögum og 12-16 á laugardögum!

Sölkubúð
Sölkbúð

Sölkubúð

Sölkubúð

10. júní 2021 eftir Anna Lea Friðriksdóttir