Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Skemmtileg bók um heiminn og hnöttur fylgir með
Nýjasta bókin frá Sölku er Settu saman allan heiminn. Hér er á ferðinni einstakur leiðarvísir að öllum heiminum. Settu saman hnöttinn á auðveldan máta og lærðu allt um plánetuna okkar með handbók landkönnuðarins. Snúðu hnettinum, leitaðu að táknunum, finndu svörin við spurningunum og uppgötvaðu heilan heim af fróðleik!
Hnötturinn er 46 cm á hæð og bókin svarar ótal spurningum á borð við: Hvar getur þú ferðast í tuk-tuk? Af hverju er starf snákamjólkara mikilvægt? Hvaða risaborg er næstum 700 ára gömul?