Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Stóra bókin um villibráð komin aftur eftir langa bið!
Loksins, loksins! Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson er komin aftur eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Bókin, sem er talsvert aukin og endurbætt, kemur nú út í takmörkuðu upplagi. Veiðimenn og matgæðingar hafa beðið lengi eftir þessum tíðindum.
Það er þó ekki síst höfundurinn sem gleðst yfir þessu enda höfum við það fyrir víst að hann hafi tekið á móti símtölum í tíma og ótíma þar sem menn hafa lýst áhyggjum sínum af því að eiga ekki bókina og því fundið sig knúna til að hringja og fá góð ráð um allt frá úrbeiningu til sósugerðar.