Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Snuðra og Tuðra snúa aftur!

Nú getur yngsta kynslóðin glaðst því Snuðra og Tuðra eru komnar aftur! Systurnar lenda í ýmsum ævintýrum og eru með eindæmum uppátækjasamar og stundum meira að segja svolítið óþekkar. Oftast endar samt allt vel og þær læra eitthvað nýtt um lífið og tilveruna.

Tvær glænýjar bækur bætast í hópinn; Snuðra og Tuðra og ruslagrísirnir og Snuðra og Tuðra og svefndraugurinn. Samhliða þeim komu fjórir eldri titlar út; Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra fara í strætó, Snuðra og Tuðra í búðarferð og Snuðra og Tuðra missa af matnum. Hér má sjá þær allar: https://www.salka.is/search?type=product&q=*snu%C3%B0ra*

 

20. september 2016 eftir Anna Lea Friðriksdóttir