Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Gönguleiðir á hálendinu og Samningatækni nú fáanlegar á ný

Gönguleiðir á hálendinu og Samningatækni nú fáanlegar á ný

Gönguleiðir á hálendinu sló aldeilis í gegn síðasta sumar og er nú komin úr endurprentun. Bókin hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar.

Nú er komin þriðja prentun af þessari fræðandi og mikilvægu bók um Samningatækni. Samningaviðræður eru hluti af daglegu lífi fólks, hvort sem er í starfi, vegna persónulegra fjármála eða í samskiptum við fjölskyldu og vini.

31. mars 2022 eftir Dögg Hjaltalín
Samningatækni fyrir alla

Samningatækni fyrir alla

Bókin Samningatækni eftir Aðalstein Leifsson er komin út hjá Sölku. Aðalsteinn Leifsson er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann hefur kennt samningatækni við góðan orðstír til fjölda ára. Aðalsteinn starfar sem einn af framkvæmdastjórum EFTA í höfuðstöðvum samtakanna í Genf. Aðalsteinn hefur veitt ráðgjöf og þjálfað stjórnendur og starfsmenn fjölmargra fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis í samningatækni.
24. september 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir