Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Gönguleiðir á hálendinu og Samningatækni nú fáanlegar á ný

Gönguleiðir á hálendinu sló aldeilis í gegn síðasta sumar og er nú komin úr endurprentun. Bókin hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. í Gönguleiðum á hálendinu má að auki finna sögulegan og landfræðilegan fróðleik um þær leiðir sem gengið er hverju sinni. Í bókinni er einnig hagnýtur kafli um undirbúning og fjölda góðra ráða þegar kemur að fjallgöngum og útivist. 

Nú er komin þriðja prentun af þessari fræðandi og mikilvægu bók um Samningatækni. Samningaviðræður eru hluti af daglegu lífi fólks, hvort sem er í starfi, vegna persónulegra fjármála eða í samskiptum við fjölskyldu og vini. Í þessari bók gefur Aðalsteinn Leifsson hagnýtar ráðleggingar sem byggja á rannsóknum til að hjálpa þér að ná árangri hvort sem þú semur fyrir þig, fjölskylduna eða fyrirtækið.

Hér má kaupa bækurnar.

31. mars 2022 eftir Dögg Hjaltalín