Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ný barnabók Svefnfiðrildin fjallar um mikilvægi svefns og hvíldar

Ný barnabók Svefnfiðrildin fjallar um mikilvægi svefns og hvíldar

Bókin Svefnfiðrildin er komin út hjá Sölku. Höfundur bókarinnar er Erla Björnsdóttir. Hún er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. Erlu fannst vanta efni fyrir börn um mikilvægi svefns og hvíldar og er Svefnfiðrildunum ætlað að svara þeirri þörf.
29. september 2020 eftir Dögg Hjaltalín