Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bók sem fagnar fjölbreytileikanum!

Bók sem fagnar fjölbreytileikanum!

Barnabókin Vertu þú! eftir Ingileifu Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur er komin út. Í bókinni eru sagðar litríkar sögur af fjölbreytileikanum. Sögurnar skapa frábæran umræðugrundvöll um rétt okkar til að vera eins og við viljum vera og þeim er ætlað að auka víðsýni og hvetja til fordómaleysis. Sögur bókarinnar byggja margar á raunverulegu fólki og fjölskyldum. 


„Eftir að hafa ítrekað rekið okkur á það að barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi ákváðum við að okkur langaði að bæta úr því,“ segir Ingileif.

21. október 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Ný barnabók Svefnfiðrildin fjallar um mikilvægi svefns og hvíldar

Ný barnabók Svefnfiðrildin fjallar um mikilvægi svefns og hvíldar

Bókin Svefnfiðrildin er komin út hjá Sölku. Höfundur bókarinnar er Erla Björnsdóttir. Hún er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og hefur sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi. Erlu fannst vanta efni fyrir börn um mikilvægi svefns og hvíldar og er Svefnfiðrildunum ætlað að svara þeirri þörf.
29. september 2020 eftir Dögg Hjaltalín
Krakkajóga - ný bók með einföldum jógastöðum fyrir hressa krakka

Krakkajóga - ný bók með einföldum jógastöðum fyrir hressa krakka

Krakkajóga kennir börnum á öllum aldri tuttugu mismunandi jógastöður skref fyrir skref og gerir þann forna lærdóm sem finna má í jógafræðunum skemmtilegan og auðveldan.
14. október 2019 eftir Dögg Hjaltalín
Kormákur krummafótur lítur dagsins ljós

Kormákur krummafótur lítur dagsins ljós

Kormákur er duglegur strákur. Hann klæðir sig meira að segja alveg sjálfur. Mamma og Kormákur eru hins vegar ekki alltaf sammála. Það getur valdið vandræðum. Óteljandi skór hrúgast upp og mamma fær hugmynd sem á eftir að breyta öllu.

Kormákur krummafótur er falleg saga um dreng sem vill fara sínar eigin leiðir. Bókin er fáanleg í flestum bókaverslunum. 

Nálgist Kormák Krummafót hér

Snuðra og Tuðra snúa aftur!

Snuðra og Tuðra snúa aftur!

Nú getur yngsta kynslóðin glaðst því Snuðra og Tuðra eru komnar aftur! Systurnar lenda í ýmsum ævintýrum og eru með eindæmum uppátækjasamar og stundum meira að segja svolítið óþekkar. Oftast endar samt allt vel og þær læra eitthvað nýtt um lífið og tilveruna.

Tvær glænýjar bækur bætast í hópinn; Snuðra og Tuðra og ruslagrísirnir og Snuðra og Tuðra og svefndraugurinn. Samhliða þeim komu fjórir eldri titlar út; Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra fara í strætó, Snuðra og Tuðra í búðarferð og Snuðra og Tuðra missa af matnum. Hér má sjá þær allar: https://www.salka.is/search?type=product&q=*snu%C3%B0ra*

 

20. september 2016 eftir Anna Lea Friðriksdóttir