Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Útgáfuhóf - Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur

Verið velkomin að fagna útgáfu Fjötra eftir Sólveigu Pálsdóttur miðvikudaginn 23. október kl. 17 í Sjávarklasanum á Grandagarði 16, 2. hæð. Boðið verður upp á veitingar og bókin verður í forsölu á sérstöku kynningarverði. Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur!

Um Fjötra:
Kona finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Guðgeir og félagar hans rannsaka málið sem reynist hafa ótal þræði og teygja anga sína víða, alla leið til stóra skjálftans um aldamótin þar sem ungur maður hvarf sporlaust. Hvernig tengjast þessi mál sem tæpir tveir áratugir skilja að? Og hversu langt eru fjölskyldur tilbúnar að ganga til að varðveita leyndarmál sín?

22. október 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir