Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Útgáfuhóf - Vökukonan í Hólavallagarði
Verið velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Vökukonan í Hólavallagarði eftir Guðrúnu Rannveigu Stefánsdóttur og Sólveigu Ólafsdóttur á Vinnustofu Kjarvals á kvenréttindadaginn 19. júní kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin fæst í sérstakri forsölu. Allir eru velkomnir.

Um Vökukonuna í Hólavallagarði
Samkvæmt þjóðtrú er vökumaður sá sem fyrstur er grafinn í nýjum kirkjugarði. Hann tekur á móti fólki við endalok lífsins og vakir yfir sálum þess. Guðrún Oddsdóttir var fyrst allra grafin í Hólavallagarði árið 1838 og er því vökukona garðsins. Hér birtist ljóðabálkur um Guðrúnu og fleiri konur í garðinum auk formála um Hólavallagarð og eftirmála eftir Sólveigu Ólafsdóttur um lífshlaup Guðrúnar.
19. júní 2019 eftir Anna Lea Friðriksdóttir