Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bjór í boði kínverska hersins

Brúðhjón í YantaiFyrsti dagurinn okkar í Yantai var viðburðaríkur eins og við var að búast. Við tókum morgungöngu á ströndinni sem heitir Gullna ströndin því hún glansar eins og gull. Þar voru kínversk brúðhjón í myndatöku og horfðu þau meira á okkur en við á þau.Við löbbuðum út á risa stóra nótu með demanti á endanum sem er beint við hótelið en nótan var brúðkaupsgjöf og er mjög þekkt minnismerki hér í Yantai.  

 

Heilgrillað nautEftir að hafa viðrað okkur fórum við á matreiðslu- og vínbókasýninguna. Þar eru allar bækurnar sem eru tilnefndar en þær eru frá yfir 100  löndum, allt frá Grenada til Írans. 

Yfir daginn er þekktir kokkar að malla eitthvað í sýningareldhúsi hér og við lærðum að gera kúlur úr mangói sem er mjög mikilvægur hæfileiki. Mikinn reyk lagði yfir svæðið þegar við komum og var ástæðan að verið var að grilla fyrir kvöldið, heilt naut var á eldinum nema hausinn var grillaður sér.

 

Dinner

Þekktir kínverskir skemmtikraftar stóðu fyrir tónlistinni um kvöldið og tóku þeir óperuaríur og jóðl eins og ekkert væri eðlilegra. Við hittum útgefendur, rithöfunda, ljósmyndara og marga aðra frá Brasilíu, Urugay, Grenada, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi meðal annars og sýndum við þeim bækurnar okkar og dreifðum bæklingum. 

 

Bjor
Að loknum kvöldverði röltum við heim en á vegi okkar voru verðirnir á svæðinu og þeir buðu okkur að setjast hjá sér og fá bjór sem við þáðum að sjálfsögðu. Þeir skemmtu okkur með söng en ensku kunnátta þeir var ekki upp á marga fiska.

 

 

 

27. maí 2017 eftir Anna Lea Friðriksdóttir