Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabarsvar 20. desember í Sölku
Verið hjartanlega velkomin á bókabarsvar Sölku þriðjudaginn 20. desember kl. 20. Viskubrunnurinn Freyr Eyjólfsson mun leiða barsvar þar sem bækur verða í aðalhlutverki. Rithöfundarnir Illugi Jökulsson, Vera Illugadóttir, Lilja Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Skúli Sigurðsson, Valur Gunnarsson og Kristín Svava Tómasdóttir taka þátt og er keppnin opin öllum sem vilja láta ljós sitt og gáfur skína. Glæsilegir vinningar og bjórspurning á sínum stað. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis og bókabarinn að sjálfsögðu opinn. Aldrei að vita nema hægt sé að plata rithöfundana til að árita bækurnar sínar á staðnum!
18. desember 2022 eftir Dögg Hjaltalín