Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld - Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 14. desember kl. 20. Þá koma tveir frábærir höfundar til okkar, Kristín Eiríksdóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia, en bækur þeirra beggja eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis, bækurnar á góðu tilboði og bókabarinn að sjálfsögðu opinn!
Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur:
Líkt og í fyrri bókum Kristínar Eiríksdóttur virðist allt blasa við en ekkert er sem sýnist. Hvernig tengist Villa Dúadóttir hvalveiðimanninum Dimma, sem hún hefur nú gert um heimildamynd? Hvers vegna vill hún segja sögu hans? Er yfirleitt viðeigandi að hún geri það? Og hvað með Amalíu, sem hún klippti út úr myndinni?
Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia:
Fjölskrúðug skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um 20. öldina. Jóhanna tekur upp af rælni ættarsöguna sem faðir hennar skrifaði. Þar fléttast saman sögur af brostnum draumum, töfrum og forboðnum ástum – sem smám saman draga fram í dagsljósið leyndarmál sem legið hefur í þagnargildi í heila mannsævi
9. desember 2022 eftir Anna Lea Friðriksdóttir