Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókahátíð í Hörpu

Dagana 25. og 26. nóvember verður bókahátíð í Hörpu þar sem útgefendur og höfundar kynna með stolti bækur ársins fyrir gestum og gangandi. Salka og höfundar hennar verða að sjálfsögðu á staðnum, Sólveig Pálsdóttir og Valur Gunnarsson lesa upp úr Miðlinum og Stríðsbjörmum, Ingileif Friðriksdóttir, María Rut Kristinsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir lesa upp úr Úlf og Ylfu og Hver er leiðin? í barnahorninu. 

Á bás Sölku verður svo hægt að læra tarot-lestur og -lagnir og Elsa Harðardóttir kemur til okkar og kennir okkur að hekla fallegar jólakúlur. Að sjálfsögðu verða allar bækur ársins til sölu á góðum kjörum og aldrei að vita nema við bjóðum upp á gotterí. Opið er frá 11-17 báða dagana.

Við hlökkum til að sjá ykkur í stuði!

21. nóvember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir