Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld - Auður & Auður
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20. Nöfnurnar Auður Jónsdóttir og Auður Ava Ólafsdóttir koma til okkar og kynna nýútkomnar bækur sínar, Högna og DJ Bamba. Húsið og bókabarinn opna kl. 19.30, bækurnar verða á góðu tilboði og auðsótt að fá þær áritaðar. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Um bækurnar
DJ Bambi
Bambi er 61 árs gömul trans kona sem vann áður sem plötusnúður en er í dag sérfræðingur í smæstu byggingareiningum mannslíkamans, frumum. Þetta er saga hennar frá því hún deildi móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún fór að taka kvenhormón. Auður Ava heldur hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi.
Högni
Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.
24. nóvember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir