Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Hekla eftir Elsu Harðardóttur er komin út
Á dögunum kom bókin Hekla eftir Elsu Harðardóttur út. Í Heklu má finna ævintýralegar og fallegar uppskriftir að hekluðum leikföngum fyrir yngstu kynslóðina; hringlur fyrir smákrílin, svani, einhyrninga, blómálfa, jólakúlur og margt fleira. Uppskriftirnar henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Elsa Harðardóttir er forfallinn heklari og uppskriftir eftir hana hafa meðal annars birst í erlendum handavinnutímaritum. Hún þróaði uppskriftirnar og hugmyndirnar í bókinni í samstarfi við dóttur sína. 

Við fögnum útgáfunni í bókabúð Sölku fimmtudaginn 23. nóvember kl. 17.

21. nóvember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir